Fréttir

true

Miðflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í NV kjördæmi

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup er hægt að greina fylgi flokka eftir kjördæmum. Samkvæmt könnun sem gerð var í október, og byggir á svörum 356 íbúa í Norðvesturkjördæmi, eru töluverðar sveiflur í fylgi flokka í kjördæminu. Samfylking mælist áfram stærsti flokkurinn í kjördæminu þótt fylgið dali miðað við september, fær nú 25,1% og tvo kjördæmakjörna þingmenn.…Lesa meira

true

Allskyns í umferðinni

Í vikunni sem leið voru 22 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Einn ökumaður var stöðvaður og er hann grunaður um ölvun við akstur. Annar var stöðvaður og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru stöðvaðir við akstur bifreiða og höfðu þeir ekki réttindi til aksturs þeirra. Lögreglan…Lesa meira

true

Stuðningsviðburðir fyrir flóttamenn haldinn í Hallgrímskirkju

Í næstu viku verður Artak Beglaryan, fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, og píanóleikarinn Irina Hayrapetyan stödd hér á landi. Almenningi á Íslandi gefst þá tækifæri til að hlýða á klassíska tónlist og persónulegar frásagnir af lífi flóttamanna frá Nagorno-Karabakh. Komið verður saman í Hallgrímskirkju í Saurbæ miðvikudagur 12. nóvember kl. 19.30. Í tilkynningu kemur fram að í…Lesa meira

true

Meta áhrif bilunar hjá Norðuráli á fjárhag sveitarfélaga

Bilun sem varð í álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga 21. október sl. gæti dregið úr tekjum sveitarfélaga á Vesturlandi um 312 milljónir króna. Eðli málsins samkvæmt veldur þetta sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi áhyggjum, þar sem framleiðslugeta verksmiðjunnar gæti dregist saman um tvo þriðju hluta á meðan viðgerðir standa yfir. Enn er ekki ljóst hversu langur tími það…Lesa meira

true

Draugaskógurinn sló í gegn

Hrekkjavakan var um liðna helgi eins og varla hefur farið framhjá nokkrum manni. Engin undantekning var í Grundarfirði og fóru allskyns kynjaverur á stjá um klukkan 18:00 á föstudagskvöldinu. Þrátt fyrir leiðindaveður fyrr um daginn þá lagaðist það töluvert á meðan gengið var hús úr húsi og beðið um hnossgæti í staðinn fyrir að sleppa…Lesa meira

true

Séra María tekin við starfi prófasts

Séra María Guðrúnar- Ágústsdóttir tók við starfi prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi 1. nóvember. Fyrir tæpu ári tók hún við starfi sóknarprests í Reykholtsprestakalli og settist að í Reykholti. Í samtali við Skesshorn segir séra María að þegar ljóst varð að séra Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi hygðist fara á eftirlaun hafi hún tekið sér tíma í…Lesa meira

true

Rafmagnslaust í Hvalfirði

Rafmagnslaust verður í Hvalfirði í dag, 4. nóvember frá klukkan 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.  Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rofLesa meira

true

Kaupa 300 jólagjafir af heimafyrirtækjum

Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur auglýst eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2025. Fyrirkomulagið verður þannig að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 krónur ásamt upptalningu á fyrirtækjum…Lesa meira

true

Blaklið Grundarfjarðar stóð í ströngu

Það var heldur betur mikið um að vera hjá 1. deildar liði UMFG í blaki um liðna helgi. Laugardaginn 1. nóvember tók liðið á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Það sáu gestirnir aldrei til sólar og töpuðu öllum hrinunum nokkuð örugglega 25-3, 25-9 og svo 25-10 og öruggur sigur UMFG staðreynd.…Lesa meira

true

Skipulagsstofnun vill að umhverfismatsskýrsla verði endurskoðuð

Skipulagsstofnun beinir því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að skoða nánar umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagti Hvalfjarðarsveitar vegna uppbyggingar við Botn í Hvalfirði. Bendir stofnunin meðal annars á umsögn Veðurstofu Íslands þar sem kemur fram að mögulega væri þörf á staðbundnu ofanflóðahættumati. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi 27. mars 2024 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á…Lesa meira