Fréttir

true

Stuðningsviðburðir fyrir flóttamenn haldinn í Hallgrímskirkju

Í næstu viku verður Artak Beglaryan, fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, og píanóleikarinn Irina Hayrapetyan stödd hér á landi. Almenningi á Íslandi gefst þá tækifæri til að hlýða á klassíska tónlist og persónulegar frásagnir af lífi flóttamanna frá Nagorno-Karabakh. Komið verður saman í Hallgrímskirkju í Saurbæ miðvikudagur 12. nóvember kl. 19.30. Í tilkynningu kemur fram að í…Lesa meira

true

Meta áhrif bilunar hjá Norðuráli á fjárhag sveitarfélaga

Bilun sem varð í álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga 21. október sl. gæti dregið úr tekjum sveitarfélaga á Vesturlandi um 312 milljónir króna. Eðli málsins samkvæmt veldur þetta sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi áhyggjum, þar sem framleiðslugeta verksmiðjunnar gæti dregist saman um tvo þriðju hluta á meðan viðgerðir standa yfir. Enn er ekki ljóst hversu langur tími það…Lesa meira

true

Draugaskógurinn sló í gegn

Hrekkjavakan var um liðna helgi eins og varla hefur farið framhjá nokkrum manni. Engin undantekning var í Grundarfirði og fóru allskyns kynjaverur á stjá um klukkan 18:00 á föstudagskvöldinu. Þrátt fyrir leiðindaveður fyrr um daginn þá lagaðist það töluvert á meðan gengið var hús úr húsi og beðið um hnossgæti í staðinn fyrir að sleppa…Lesa meira

true

Séra María tekin við starfi prófasts

Séra María Guðrúnar- Ágústsdóttir tók við starfi prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi 1. nóvember. Fyrir tæpu ári tók hún við starfi sóknarprests í Reykholtsprestakalli og settist að í Reykholti. Í samtali við Skesshorn segir séra María að þegar ljóst varð að séra Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi hygðist fara á eftirlaun hafi hún tekið sér tíma í…Lesa meira

true

Rafmagnslaust í Hvalfirði

Rafmagnslaust verður í Hvalfirði í dag, 4. nóvember frá klukkan 15:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.  Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rofLesa meira

true

Kaupa 300 jólagjafir af heimafyrirtækjum

Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur auglýst eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2025. Fyrirkomulagið verður þannig að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 krónur ásamt upptalningu á fyrirtækjum…Lesa meira

true

Blaklið Grundarfjarðar stóð í ströngu

Það var heldur betur mikið um að vera hjá 1. deildar liði UMFG í blaki um liðna helgi. Laugardaginn 1. nóvember tók liðið á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Það sáu gestirnir aldrei til sólar og töpuðu öllum hrinunum nokkuð örugglega 25-3, 25-9 og svo 25-10 og öruggur sigur UMFG staðreynd.…Lesa meira

true

Skipulagsstofnun vill að umhverfismatsskýrsla verði endurskoðuð

Skipulagsstofnun beinir því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að skoða nánar umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagti Hvalfjarðarsveitar vegna uppbyggingar við Botn í Hvalfirði. Bendir stofnunin meðal annars á umsögn Veðurstofu Íslands þar sem kemur fram að mögulega væri þörf á staðbundnu ofanflóðahættumati. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi 27. mars 2024 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á…Lesa meira

true

Lionsmenn i Ólafsvík minnast siglingarsögunnar

Lionsklúbbur Ólafsvíkur hefur í hyggju að reisa listaverkið 115 ár eftir Þór Magnússon við Hrafnabjörg, austan við Ólafsvík. Listaverkið verður um þrír og hálfur metri að hæð og fjórir metrar í þvermál. Markmið verksins er að varðveita minningu um mikilvæga siglingasögu Ólafsvíkur og leggja áherslu á tengsl samfélagsins við sjóinn, Jökulinn og samstöðu bæjarbúa í…Lesa meira

true

Tónleikar til styrktar góðu málefni

Þriðjudaginn 28. október voru haldnir örtónleikar í Grundarfjarðarkirkju. Þar spilaði Þorkell Máni Þorkelsson organisti undir og Sylvía Rún Guðnýjardóttir söng af mikilli innlifun. Enginn aðgangseyrir var rukkaður en fólki var bent á að styrkja gott málefni. Þau Sylvía og Máni ákváðu að láta þann aðgangseyrir sem safnaðist renna óskertan til Herdísar og Óla sem eru…Lesa meira