
Á fundi bæjarráðs Akraness 25. september síðastliðinn var kynnt niðurstaða útboðs um ræstingar stofnana fyrir árið 2026. Fimm tilboð bárust og voru tvö þeirra undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 135,9 milljónir króna. Ákvað bæjarráð að taka lægsta boði sem fyrirtækið iClean ehf. átti. Það var upp á 122,7 milljónir króna.Lesa meira








