Fréttir

true

Séra Anna kveður en óvíst um eftirmann í embættið

„Kæru sóknarbörn. Hér með tilkynni ég ykkur að þann 30. ágúst hætti ég formlega sem sóknarprestur í Stafholtsprestakalli og kveð um leið Vesturlandið með hjartað fullt af þakklæti fyrir þann tíma sem ég hef fengið að þjóna hér, bæði í Stafholtsprestakalli og áður í Dölum. Nú tekur Suðurlandið við og mun ég hefja störf í…Lesa meira

true

Vatnsrennsli að minnka í jökulhlaupinu

Jökulhlaup hófst á föstudaginn úr Hafrafellslóni í vesturjaðri Langjökuls. Lónið er jaðarlón og í það safnast leysingavatn úr jöklinum að sumarlagi. Þegar vatnsstaðan er orðin nægjanlega mikil þrýstir vatnið sér undir jökulröndina og æðir fram. Síðast varð umtalsvert jökulhlaup úr lóninu í ágúst 2020 en annað minna sumarið 2021. Vatnsstaða í lóninu var nú orðin…Lesa meira

true

Beint frá býli dagurinn á Erpsstöðum í dag

Beint frá býli dagurinn verður haldinn í þriðja sinn á nokkrum stöðum hér á landi í dag, sunnudag. Það eru Samtök smáframleiðenda matvæla og félagið Beint frá býli sem standa að viðburðinum. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja um leið fleiri til að…Lesa meira

true

Dalabyggð selur Félagsheimilið Árblik

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag að selja Félagsheimilið Árblik til fyrirtækisins Welcome hotels ehf í Reykjavík. Söluverðið er 38 milljónir króna og staðgreiddu kaupendur. Fyrirtækið Welcome hotels ehf. rekur hótel víða um land m.a. á Snæfellsnesi og í Hrútafirði.Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík fær Hött/Huginn í heimsókn í dag

Í dag fer fram 19. umferðin í annarri deild karla í knattspyrnu. Á Ólafsvíkurvelli fer fram leikur Víkings Ólafsvík gegn liði Hattar/Hugins og verður flautað til leiks kl.14:00. Káramenn á Akranesi halda hins vegar í austurveg til Neskaupstaðar þar sem þeir mæta liði KFS á SÚN-vellinum kl. 14:00.Lesa meira

true

Forða þurfi sveitarfélögum frá fjárhagslegum vítahring

Byggðarráð Borgarbyggðar telur að gæta þurfi þess sveitarfélög lendi ekki í fjárhagslegum vítahring sem þau hafa lítið um að segja vegna fjárhagsaðstoðar til flóttafólks. Þetta kemur fram í bókun ráðsins á fundi þess í gær þar sem rædd var fyrirhuguð sala á fasteignum í eigu Háskólans á Bifröst. Eins og fram hefur komið í fréttum…Lesa meira

true

Jökulhlaup hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls

Jökulhlaup er hafið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Íbúum á svæðinu er bent á að huga að mögulegum áhrifum þess á eignir og búfénað við bakka Hvítár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hlaupið rennur í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Að mati Veðurstofunnar virðist vatnsstaða Hafrafellslóns nú hærri en nokkru sinni…Lesa meira

true

ÍA með góðan sigur á Haukum

Lið ÍA og Hauka mættust í gærkvöldi í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Það blés ekki byrlega fyrir ÍA framan af fyrri hálfleik því Ragnheiður Tinna Hjaltalín skoraði mark fyrir Hauka á 26.mínútu.  Erla Karítas Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir ÍA á 42.mínútu og hún var aftur á ferðinni…Lesa meira

true

Vangaveltur um hvort Miðtindur verði sá sjöundi

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að afla frekari upplýsinga um hvort rétt verði að nefna einn af tindum Hafnarfjalls Miðtind. Á sínum tíma lét Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs útbúa upplýsingaskilti, sem staðsett er á bílastæðinu við gönguleiðina á Hafnarfjall. Við vinnslu landakorts á skiltinu kom í ljós að einn tindurinn í hinni vinsælu „sjö…Lesa meira

true

Sjúkraþjálfun Vesturlands opnar brátt á Akranesi

Nýtt fyrirtæki á sviði sjúkraþjálfunar mun hefja starfsemi á Akranesi á haustmánuðum verði nauðynleg leyfi í höfn. Það er Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari á Akranesi sem stendur að þessu nýja fyrirtæki. Í samtali við Skesshorn segir Leifur að að hann hafi tekið á leigu húsnæði að Garðabraut 2a og nú standi yfir framkvæmdir við innréttingu húsnæðisins.…Lesa meira