Fréttir
Stafholtskirkja.

Séra Anna kveður en óvíst um eftirmann í embættið

„Kæru sóknarbörn. Hér með tilkynni ég ykkur að þann 30. ágúst hætti ég formlega sem sóknarprestur í Stafholtsprestakalli og kveð um leið Vesturlandið með hjartað fullt af þakklæti fyrir þann tíma sem ég hef fengið að þjóna hér, bæði í Stafholtsprestakalli og áður í Dölum. Nú tekur Suðurlandið við og mun ég hefja störf í Selfosskirkju 1. september. Þar bíða mín spennandi verkefni og fullt af nýjum áskorunum,“ skrifaði séra Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholti á FB síðu prestakallsins.