Kátt á hjalla hjá krökkum í kartöfluleit – Myndasyrpa

Það var spenna og eftirvænting í loftinu hjá nemendum fjórða bekkjar Brekkubæjarskóla á Akranesi í morgunsárið þegar þeir lögðu af stað á Byggðasafnið í Görðum. Í vor var kartöflugarður sem stendur við hliðina á húsinu Söndum á safnasvæðinu stunginn upp og fengu krakkarnir tvo fulla poka af útsæði til að setja niður. Í morgun voru…Lesa meira

Framleiðir ýmsar matvörur og heldur býflugur í Andakíl

Fanney Einarsdóttir ólst upp á Jarðlangsstöðum við Langá en bjó lengst af á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2010 las hún viðtal við býflugnabónda sem vakti hjá henni áhuga á býflugum og ákvað hún þá að fara á námskeið í býflugnarækt hjá Býræktarfélagi Íslands. Fanney starfaði síðast sem skrifstofustjóri hjá Borgarplasti þegar hún hætti að vinna árið 2020…Lesa meira

Góð skráning á opið íþróttamót Dreyra

Opið íþróttamót Dreyra og Íslandsbanka fór fram helgina 18.-20. ágúst á Æðarodda á Akranesi. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi í öllum aldursflokkum. Góð skráning var á mótið en þær voru alls 130. Á mótið mættu fulltrúar frá öllum hestamannafélögum á Vesturlandi auk keppenda frá nokkrum hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu.Lesa meira

Una Torfa á sumartónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudaginn

Næstu tónleikar í sumartónleikaröð Hallgrímskirkju í Saurbæ verða næstkomandi sunnudag, 9. júlí klukkan 16:00. Þar mun söngvaskáldið Una Torfa koma fram. Una er fædd árið 2000. Hún semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní á síðasta ári. Textar Unu eru fjölbreyttir og…Lesa meira

Skinkuhorn – Elín Elísabet Einarsdóttir

Vissi ekki að það væri raunhæft að starfa sem listamaður Borgnesingurinn Elín Elísabet Einarsdóttir er gestur Skinkuhornsins þessa vikuna. Hún starfar sem teiknari en í starfi sínu er hún málari, grafískur teiknari, hönnuður og margt fleira. Elín sinnir fjölbreyttum verkefnum og hefur frá ýmsu að segja í Skinkuhorni vikunnar, m.a. frá námi sínu við Myndlistaskólann…Lesa meira

Úr safni: ,,Að vera bæjarstjóri er ekki starf heldur lífsstíll”

Á laugardögum birtast gömul viðtöl úr smiðju Skessuhorns sem ekki hafa áður birst á vefnum í heild. Viðtal þetta birtist í jólablaði Skessuhorns sem kom út 18. desember 2018. Hér var rætt við Kristinn Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar. Kristinn Jónasson tók við starfi bæjarstjóra Snæfellsbæjar árið 1998, þá 32 ára gamall. Nú tuttugu árum síðar gegnir hann…Lesa meira

Úr safni: „Ætla mér að ganga keikur inn í sólarlagið”

Á laugardögum birtast gömul viðtöl úr smiðju Skessuhorns sem ekki hafa áður birst á vefnum í heild. Viðtal þetta birtist í jólablaði Skessuhorns, 8. tölublaði 2020 sem kom út 19. febrúar. Hér var rætt við Sævar Þór Magnússon sem var þolandi áralangs eineltis en hefur náð sátt í dag. Hann var kjötiðnaðarmaður að ævistarfi en…Lesa meira

Var ungur byrjaður að hanna hús fyrir huldufólk

Sigursteinn Sigurðsson starfar í dag sem arkitekt og er menningar- og velferðarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Hann er fæddur á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Uppeldisárunum eyddi hann þó að mestu á ættaróðalinu að Álftártungu á Mýrum. ,,Ég bjó aldrei á Mýrunum en segist alltaf vera Mýramaður,“ segir Sigursteinn í Skinkuhorni vikunnar. ,,Matthildur frænka…Lesa meira

Koma úr ólíkum menningarheimum en sameinast í forritun og kristinni trú

Rætt við séra Ægir Örn Sveinsson og Paula Nerenberg Sveinsson, prestshjón í Ólafsvík Ægir Örn Sveinsson er Seyðfirðingur í grunninn og starfaði lengst af við forritun. Fyrir um fimmtán árum síðan fann hann guðfræðina kalla á sig og hóf þá nám. Hann er nú útskrifaður guðfræðingur og nýtekinn við sem prestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli…Lesa meira

Hefur alltaf haft mikinn áhuga á innanhússhönnun – MYNDIR

Kíkt í heimsókn til Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur í Borgarnesi Þegar komið er inn á heimili þeirra Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur og Friðriks Pálma Pálmasonar að Kjartansgötu 18 í Borgarnesi má strax og komið er inn um gættina sjá að þar býr fólk sem þykir vænt um heimilið sitt og þykir gaman að nostra við það. Inni…Lesa meira