Nýverið hófst bráðskemmtileg ljósmyndasamkeppni í Dölum undir heitinu „Skógarströnd 2025.“ Í henni skora nokkrir öflugir íbúar á vini sína að taka þátt, því af nógu er að taka þegar horft er til þess myndefnis sem óskað er eftir. „Þið takið mynd af ykkur með holum á malarkafla Snæfellsnesvegar nr. 54, svokölluðum Skógarstrandarvegi, og birtið á…Lesa meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra undirritaði í gær breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildar kvótinn fer þá úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. „Svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin voru 5.478 tonn…Lesa meira
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag Ríkissjóðs til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Kirkjugarðar Reykjavíkur eru í senn reknir sem sjálfseignarstofnun og almannaheillafélag, sem starfar meðal annars að líkbrennslu á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið. „Um er að ræða mikilvægt skref til að leysa þann bráðavanda sem legið hefur fyrir…Lesa meira
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, undirrituðu í síðustu viku samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku. Gert er ráð fyrir að með orkuskiptaðgerðunum verði…Lesa meira
Fjórðungsmót Vesturlands sem nú fer fram á svæði Hestamannafélagins Borgfirðings í Borgarnesi fer vel af stað. Veður í dag hefur verið með miklum ágætum. Hitinn hefur farið hátt í 20 gráður og sólarglenna á köflum. Nokkur fjöldi fólks og hesta er kominn til mótsins og mun eflaust fjölga þegar líður að kvöldi. Nú er langt…Lesa meira
Á fundi í byggðarráði Borgarbyggðar í gær var farið yfir niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu fyrir Borgarbyggð sem auglýst var í lok maí. Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum. Opnunarskýrsla var lögð fram og samþykkti byggðarráð samhljóða…Lesa meira
Hlutfall erlendra ríkisborgara í Borgarbyggð hefur næstu tvöfaldast á undanförnum árum. Hlutfallið er engu að síður hærra í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns á dögunum hvatti Byggðarráð Borgarbyggðar stjórn Háskólans á Bifröst til þess að breyta um stefnu í útleigu húsnæðis á Bifröst þannig að samfélagið þar verði sjálfbært…Lesa meira
Sjötíu og níu menningarfélag á Akranesi stóð eins og kunnugt er í stafni Þorrablóts Skagamanna. Hefð er fyrir því að úthluta hagnaði af samkomunni og renna styrkir til þeirra íþrótta- og björgunarfélaga sem koma að störfum á blótinu, í hlutfalli við vinnuframlag þeirra. Var það gert í Guinnes tjaldinu á hafnarsvæðinu í gærkvöldi, þar sem…Lesa meira
Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þar sem unnið að því að skipta um parket á íþróttasalnum. Í fréttabréfi Stykkishólmsbæjar, Helstu fréttum, kemur fram að framkvæmdir gangi vel, en nú er unnið við að grinda salinn áður en ullinni verður komið fyrir. Að lokum verður svo parketlagt með nýju og glæsilegu parketi.…Lesa meira
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýst verði skipulagslýsing sem m.a. gerir kleift að ráðast í byggingu 28.000 tonna laxeldis á Grundartanga. Forsaga málsins er sú að á sínum tíma fékk Aurora fiskeldi ehf. úthlutað 15 hektara lóð í Kataneslandi við Grundartanga fyrir landeldi á laxi. Að fyrirtækinu stendur hópur fagfólks og…Lesa meira