,,Tónlistin er alltaf í fyrsta sæti“

Tónlistarkonan Soffía Björg byrjaði að syngja um tvítugt en hefur nú skapað sér nafn víða  í tónlistarheiminum. Frá bænum Einarsnesi í Borgarfirði kemur stór systkinahópur en öll búa þau yfir náðargáfu tónlistarinnar. Soffía Bjög Óðinsdóttir er ein þessara átta systkina en hún starfar í dag sem tónlistarkona. Soffía hefur komið fram á tónlistahátíðum víða um…Lesa meira

Hætti við að fara í hjúkrunarfræði en er nú nýr framkvæmdastjóri Brákarhlíðar

Rætt við Ingu Dóru Halldórsdóttur sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi. Hún lætur af störfum 1. nóvember sem framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands eftir 16 ár í því starfi. Inga Dóra er alin upp á bænum Jarðbrú í Svarfaðardal til 15 ára aldurs. Foreldrar hennar bjuggu þar með blandaðan búskap, en…Lesa meira

Heldur myndlistarsýningu á Bókasafninu í Borgarnesi – myndband

Matthías Margrétarson er ungur myndlistamaður sem heldur nú sýningu með verkum sínum á Bókasafninu í Borgarnesi. Matti eins og hann er yfirleitt kallaður bjó í Borgarnesi á sínum yngri árum en hann býr nú og starfar í Röros í Noregi. Matti starfar við leirgerð ásamt því að teikna tölvugerðar myndir og mála olíumálverk sem nú…Lesa meira

Innlit á kaffihúsið Valeriu í Grundarfirði – myndband

Í júní opnaði í Grundarfirði nýtt kaffihús sem heitir Valeria. Eigendur þess eru hjónin Marta Magnúsdóttir og Jan Van Haas. Marta er uppalinn Grundfirðingur og vill hvergi annars staðar vera og því lá beinast við að Jan flytti með henni til Grundarfjarðar þegar þau tóku saman. Jan er frá Kólumbíu, foreldrar hans voru kaffibændur og…Lesa meira

,,Það er engin hugmynd svo vitlaus að það eigi ekki að prófa“

Þetta viðtal birtist fyrst í 30. tölublaði Skessuhorns, 27. júlí 2022 og birtist nú á vef Skessuhorns í heild. Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir búa ásamt dætrum sínum tveim, Eydísi Helgu og Ernu Diljá, að Ásgarði í Dalabyggð, áður í Hvammssveit. Eyjólfur er sjötti ættliður sömu fjölskyldu sem býr í Ásgarði en ættin…Lesa meira

Vegglistaverk vekja athygli á Akranesi

Eins og margir íbúar Akraness hafa eflaust tekið eftir, eða þá heyrt af, hafa tvö stór vegglistaverk verið í vinnslu á síðustu vikum og eru nú tilbúin. Annað þeirra er staðsett á suðurgafli Hafbjargarhússins á Breiðinni og er verk eftir listakonuna Tinnu Royal sem sýnir stórþorska sem synda í röðum hver í sína áttina. Það…Lesa meira

Plan B í Borgarnesi hefst í dag

Samtímamyndlistarhátíðin Plan B verður haldin sjötta árið í röð í Borgarnesi dagana 5. til 8. ágúst. Hátíðin hefur frá árinu 2016 fest sig í sessi sem þekkt stærð í íslensku listalífi og vex ásmegin ár frá ári. Sem dæmi, þá hefur hátíðin fengið tvær tilnefningar til Eyrarrósarinnar, árin 2019 og 2020. Eyrarrósin er viðurkenning sem…Lesa meira

Myndasyrpa – Bláfáninn blaktir við Langasand

Bláfáninn var dreginn að húni við Langasand á Akranesi í morgun, níunda árið í röð. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að verndun á lífríki haf- og starndsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er…Lesa meira

Vökudagar 2020 byrjaðir

Vökudagar 2020 á Akranesi byrjuðu í dag, fimmtudaginn 29. október með ýmsum viðburðum um allan bæ. Opnunaratriði Vökudaga í ár var ljósmyndasýning Helgu Ólafar Oliversdóttur í gluggum Tónbergs. Nokkur fjöldi mætti við opnunina en þar voru á ferð göngufélagar Helgu. Skáluðu göngufélagarnir í kaffi og kakói fyrir Helgu sem gat ekki verið viðstödd opnunina. Ýmsar…Lesa meira

Fjórhjólahópurinn Lísurnar í sinni fyrstu ferð

Nokkrar röggsamar dömur í Grundarfirði hafa tekið sig saman og stofnað fjórhjólahóp. Ekki er komið eiginlegt nafn á hópinn en nafninu Lísurnar hefur verið fleygt fram og er það væntanlega til heiðurs eins af stofnendum hópsins, en Lísa Ásgeirsdóttir á stóran þátt í þessu. Alls fóru sjö konur á sex fjórhjólum um torfæra vegslóða í…Lesa meira