adsendar-greinar
Sænska poppstjarnan Zara Larsson á tónleikum.

Zara Larsson söng í Akranesvita

Sænska poppstjarnan Zara Larsson skellti sér í ferðalag um Ísland eftir að hún hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli um þarsíðustu helgi. Gerði hún sér m.a. ferð á Akranes og um Snæfellsnes.

Á Akranesi heimsótti hún Akranesvita ásamt móður sinni og fararstjóra, tók lagið og birti myndband af sér að syngja á Instagramsíðu sinni þar sem hún mærði hljómburð vitans. Hilmar Sigvaldason vitavörður tók á móti hópnum, en hann viðurkennir að hafa ekki þekkt poppstjörnuna þegar hana bar að garði. „Allan þennan tíma sem þau þrjú voru í heimsókninni hafði ég ekki grun um hver þessi stelpa væri,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður léttur í bragði á Facebook-síðu Akranesvita. „Ég er þess fullviss að þessi heimsókn eigi eftir að hafa góð áhrif á Akranesvitann og Akranes almennt,“ segir Hilmar.

Hér má sjá myndbandið sem Zara Larsson birti af sér að syngja í vitanum:

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Þolanleg jólalög

Ég hef verið að ströggla við að koma þessum pistli saman, það er að segja hvernig ég byrja hann. Hver... Lesa meira

Valdís Þóra þrítug

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, er þrítug í dag, 4. desember. Hún hefur um árabil verið einn allra besti... Lesa meira