adsendar-greinar
Sænska poppstjarnan Zara Larsson á tónleikum.

Zara Larsson söng í Akranesvita

Sænska poppstjarnan Zara Larsson skellti sér í ferðalag um Ísland eftir að hún hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli um þarsíðustu helgi. Gerði hún sér m.a. ferð á Akranes og um Snæfellsnes.

Á Akranesi heimsótti hún Akranesvita ásamt móður sinni og fararstjóra, tók lagið og birti myndband af sér að syngja á Instagramsíðu sinni þar sem hún mærði hljómburð vitans. Hilmar Sigvaldason vitavörður tók á móti hópnum, en hann viðurkennir að hafa ekki þekkt poppstjörnuna þegar hana bar að garði. „Allan þennan tíma sem þau þrjú voru í heimsókninni hafði ég ekki grun um hver þessi stelpa væri,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður léttur í bragði á Facebook-síðu Akranesvita. „Ég er þess fullviss að þessi heimsókn eigi eftir að hafa góð áhrif á Akranesvitann og Akranes almennt,“ segir Hilmar.

Hér má sjá myndbandið sem Zara Larsson birti af sér að syngja í vitanum:

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira