adsendar-greinar Mannlíf

Vínlandssetur opnað fyrsta sumardag

Áætlað er að Vínlandssetur í Búðardal verði opnað á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl næstkomandi. Framkvæmdir við Vínlandssetur standa nú yfir, en setrið verður sem kunnugt er staðsett í Leifsbúð, við sjávarsíðuna í Búðardal. „Verið er að taka húsið í gegn, skipuleggja rýmið og gera það hæft fyrir rekstur,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð, í samtali við Skessuhorn fyrir helgi. „Á efri hæðinni verður sett upp sýningin og er hún að verða tilbúin fyrir uppsetningu, en verið er að klára neðri hæðina núna þar sem verður veitingarekstur,“ segir Jóhanna María. Hún segir áformað að setrið verði opnað með pompi og prakt á sérstakri opnunarhátíð á sumardaginn fyrsta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira