adsendar-greinar Mannlíf
F.v. Hafþór Finnbogason Hvanneyri, Egill Gunnarsson Hvanneyri, Guðrún Sigurjónsdóttir Glitstöðum, Karítas Hreinsdóttir Helgavatni, Unnsteinn Jóhannsson Laxárholti, Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli og Jón Gíslason Lundi. Ljósm. aðsend.

Verðlaun veitt á aðalfundi Kúabændafélagsins Baulu

Aðalfundur hjá Kúabændafélaginu Baulu fór fram miðvikudaginn 19. febrúar og var þar nokkrum kúabúum veittar viðurkenningar fyrir ræktunarstörf. Kúabændafélagið Baula nær frá sunnanverðu Snæfellsnesi, um Mýrar og Borgarfjörð norðan Skaðsheiðar og var félagið stofnað árið 2011, en hlutverk félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunum kúabænda á þessu svæði.

Á fundinum fór Arnar Árnason formaður Landssamband kúabænda yfir starf samtakanna síðastliðið ár og það sem er framundan. „Á síðasta ári voru endurskoðaðir búvörusamningar veigamikið verk og því ekki lokið því nokkur mál voru sett í nefndir sem eiga að skila af sér í maí 2020. Hagsmunagæsla er veigamikið hlutverk samtakanna, ásamt samskiptum við ríkisvaldið sem er oft á tíðum lítt sýnileg vinna en bæði drjúg og mjög mikilvæg fyrir greinina,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Jóhann Nikulásson frá Stóru-Hildisey í Landeyjum kom á fundinn og fór yfir tillögur að breytingum á félagskerfi bænda, sem lagt verður fyrir búnaðarþing í byrjun mars. Þá voru nokkrar tillögur samþykktar á fundinum sem verður síðan beint til aðalfundar Landssambands kúabænda.

Verðlaun og viðurkenningar 2019:

Afurðahæstu kúabúin 2019:

  1. Hvanneyri með 8.262 kg/árskú
  2. Furubrekka með 7.696 kg/árskú
  3. Glitstaðir með 7.654 kg/árskú.

Afurðahæstu kýr 2019:

  1. Baughúfa frá Hvanneyri 11.661 kg mjólk
  2. Nöss frá Laxárholti II 11.569 kg mjólk
  3. Gata frá Helgavatni 10.741 kg mjólk.

Hæst dæmdu kýr 2019:

  1. Skeifa frá Steinum með 293,8 stig
  2. Leit frá Lundi með 293,4 stig
  3. Ferming frá Hjarðarfelli með 292,6 stig.
Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira