adsendar-greinar Mannlíf

Um langan veg – stúlkan sem var ættleidd

Út er komin barnabókin Um langan veg eftir Gunnar Bender. Nýfætt stúlkubarn finnst yfirgefið í böggli um nótt fyrir utan barnaheimli í Hunanhéraði í Kína og sagan segir frá því þegar stúlkan hittir nýja foreldra sem taka hana með sér um langan veg til Íslands þar sem hún gengur í skóla og kynnist öðrum krökkum. Dag einn rekst hún óvænt á stúlku sem einnig er ættleidd frá Hunanhéraði en þær eiga fleira sameiginlegt þegar betur er að gáð.

Höfundurinn Gunnar Bender fór ásamt konu sinni til Kína árið 2004 til að ættleiða stúlkubarn og er bókin frásögn úr þeirri ferð. Guðni R Björnsson myndskreytti bókina sem er 32 blaðsíður í stóru broti.  Bókin er seld í bókaverslunum um land allt.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira