adsendar-greinar Mannlíf

Torfi F gefur út plötu

Þórarinn Torfi Finnbogason gaf út nýverið út plötu en hann er 45 ára fjölskyldufaðir frá Hvanneyri. Platan heitir Snjóarumvor og er hún komin út á Spotify, Youtube og Bandcamp. Þórarinn segir plötuna vera fjölbreytta en á henni má finna pop, funk, boogie og eitthvað skrítið eins og hann segir sjálfur. Hann semur sjálfur lög og texta en fjalla verkin um hina ýmsu ættingja. Þórarinn nýtur svo stuðnings frá söngkonunum Evu Símonardóttur og Ölmu Hlín Þórarinsdóttur, eiginkonu sinni og dóttur, ásamt tónlistarmönnum úr héraði sem aðstoðuðu við hljóðfæraleik og upptökur. Platan er hliðarverkefni hjá Þórarni sem starfar annars sem húsvörður í Grunnskólanum í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir