adsendar-greinar
Breski tónlistarmaðurinn Will Carruthers á tónleikum í Akranesvita í júlí síðastliðnum. Ljósm. aðsend.

Tónleikar í Akranesvita á síðum bresks rokktímarits

„Á þessu vírus-slegna sumri frestaðra tónleika og aflýstra hátíða eru fáir staðir í heiminum þar sem enn er flutt lifandi tónlist. En einn þeirra er Akranesviti á vesturströnd Íslands.“ Þannig hefst góður dómur breska rokktímaritsins Classic Rock Magazine um tónleika enska tónlistarmannsins Will Carruthers í Akranesvita í júlí síðastliðnum.

Carruthers spilaði þar í tengslum við IceDocs heimildarmyndahátíðina, en umfjöllun um tónleikana birtist í septemberhefti tímaritsins. „Fyrir tilviljun kom fyrrum bassaleikari Spacemen 3 og Spiritulaized, Will Carruthers, til Íslands áður en heimsfaraldurinn náðu hápunkti sínum, og varð helsta aðdráttarafl IceDocs kvikmyndahátíðarinnar fyrir tilviljun,“ segir í greininni.

Á tónleikunum deildi Carruthers klukkustund af ljóðlist, blótsyrðum og drukknum blúsballöðum með áhorfendum. „Á bakvið sundurleitan stílinn er Carruthers fyndinn og hnyttinn sögumaður sem sækir mikla kaldhæðni í fortíð sína sem dóprokkari,“ segir í greininni, þar sem jafnframt er fjallað um skemmtilegan tónlistarflutning, m.a. tónlistarútdrátt úr stórfyndnum endurminningum hans. „Flutningurinn var sundurleitur og óskipulagður, en velkomin áminning þess að lifandi tónlist getur verið hlý, fyndin, hvatvís og náin samfélagsleg lífsreynsla,“ segir í umfjölluns Classick Rock Magazine.

Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikum Will Carruthers í Akranesvita:

Líkar þetta

Fleiri fréttir