adsendar-greinar
Orðrómur hefur verið uppi um að þættirnir muni fjalla um ævintýri ungs Aragorns, sem Viggo Morthenssen lék í kvikmyndum Peters Jacksons. Það hefur þó ekki fengist staðfest.

Tökur á sjónvarpsþáttum um Hringadróttinssögu framundan

Streymisveitan Amazon tilkynnti í morgun að tökur á sjónvarpsþáttaröð um Hringadróttinssögu myndu hefjast á næstu mánuðum. Amazon hyggst leggja minnst 125 milljarða íslenskra króna í þættina, sem mun gera þá að dýrustu sjónvarpsþáttaröð sögunnar.

Söguþræðinum hefur verið haldið leyndum en hann mn að mestu hverfast um atburði sem áttu sér stað áður en Föruneyti hringsins kom saman. Því hefur verið fleygt að fylgst verði með ævintýrum ungs Aragorns, sem leikinn var af Dananum Viggo Mortensen í þríleiknum.

Líkt og kvikmyndir Peters Jacksons um Hringadróttinssögu verður nýja sjónvarpsþáttaröðin tekin upp á Nýja-Sjálandi. Framleiðendur þáttanna telja landið sjálfkjörið umhverfi fyrir Miðgarð J.R.R. Tolkiens.

Ekki hefur verið gefið upp hverjir koma til með að leika í þáttunum, né hver verður leikstjóri þeirra. Peter Jackson kemur ekki nálægt verkefninu, en hefur lýst sig reiðubúinn að veita ráð verði þess óskað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ég er kominn til Afríku!

Mér líður eins og spóa, fyrir utan að það var líklegast mun auðveldara fyrir mig að fljúga með flugvél suður... Lesa meira

Sýnum karakter!

Ungmennafélag Íslands gaf nýverið út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt, Sýnum karakter. Um er að ræða verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband... Lesa meira

Svefneyingabók kom út í sumar

Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson var gefin út á liðnu sumri. Í bókinni er að finna frásagnir úr Breiðafirðinum, en höfundur... Lesa meira