adsendar-greinar Mannlíf
Þar mættist gamli og nýi tíminn. Tóvinna í baðstofunni og upptökubúnaður sem tekur upp efni til sýningar með sýndarveruleikagleraugum.

Tóku upp sýndarveruleikamyndband í baðstofunni

Baðstofan frá Úlfsstöðum í Hálsasveit er mikil gersemi í Safnahúsi Borgarfjarðar, en hún er miðpunktur sýningarinnar Börn í 100 ár. Þangað komu prúðbúnir gestir í síðustu viku, þær Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Sigrún Elíasdóttir. Erindið þeirra var að taka upp myndband í baðstofunni. Þær stöllur vinna sem fyrr að ýmsum verkefnum í sameiningu, gjarnan á sviði ullarvinnslu, handverks og/eða þjóðlegra fræða. Meðal þess sem þær hafa gert er að koma saman fram í hlaðvarpi Sigrúnar; Myrka Íslandi.

Sigrún og Anna Dröfn.

Í síðustu viku tóku þær stöllur upp kynningarefni fyrir dönsku prjónahátíðina Pakhusstrik sem haldin verður í Kaupmannahöfn nú í september. Þær útbjuggu af þessu tilefni myndræna kveðju til Dana og sýndarveruleikamyndband þannig að gestir á hátíðinni setja á sig sýndarveruleikagleraugu og eru þá staddir heima í baðstofu í tóvinnu. Þess má geta að þegar sýningin Börn í 100 ár var sett upp var Sigrún starfandi í Safnahúsinu og átti mikinn þátt í hugmyndafræði hennar. Það var svo Unnsteinn Elíasson bróðir hennar sem setti baðstofuna saman, en hún hafði áður verið tekin niður að tilhlutan Þjóðminjasafnsins árið 1974.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira