adsendar-greinar Mannlíf
Tríóið Eilean Uibhist Mo Rùin flytur hér skoskan þjóðsöng. Ljósm. er skjáskot úr myndbandi á Youtube.

Þjóðahátíð Vesturlands á Youtube að þessu sinni

Félag nýrra Íslendinga var með Þjóðahátíð Vesturlands á rafrænu formi í ár, en undanfarin ár hefur verið komið saman á völdum stað á Vesturlandi og blásið til matar- og danshátíðar. Hátíðin nú var vegna samkomutakmarkana haldin í gegnum Youtube rás Society of New Icelanders. Þar deilir fólk af erlendum uppruna seríu myndbanda þar sem sýnt er hvernig hægt er að elda eftir uppskriftum frá ólíkum heimalöndum. Þar eru einnig dans,- söng- og tónlistarmyndbönd frá ýmsum innflytjendum.

Hvort sem þú vilt læra að gera skosk egg, mantu frá Afganistan, döðluköku frá Finnlandi, koshari frá Egyptalandi eða eitthvað allt annað er hægt að finna myndbönd með leiðbeiningum á Youtube viðburði Þjóðahátíðar Vesturlands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira