adsendar-greinar
Steinþór Árnason og Gylfi Árnason. Ljósm. kgk.

Tekur Hótel Hafnarfjall á leigu

Sú breyting hefur orðið á rekstri Hótels Hafnarfjalls í Hafnarskógi að Steinþór Árnason veitingamaður hefur tekið rekstur hótelsins á leigu. Farfuglaheimilið í Borgarnesi keypti staðinn árið 2013, ásamt tíu hektara lands. „Við byrjuðum á því að laga húsnæðið hérna smám saman, samhliða því að við fengum svæðið deiliskipulagt og byggðum fimm smáhýsi af ellefu sem deiliskipulögð hafa verið hér í landi Hafnar 3. Smáhýsin í bland við hefðbundin standard herbergi, ásamt uppgangi í ferðaþjónustu, skilaði okkur allt annarri flóru í gistingu en áður var, jafnframt sem tveimur svítum var bætt við á hótelinu. En veitingamanninn vantaði, hann fundum við ekki fyrr en 2018,“ segir Gylfi Árnason og lítur á Steinþór. „Áður höfðum við aðeins boðið upp á veitingar fyrir hópa,“ bætir hann við.

Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira