adsendar-greinar Mannlíf
Einar sýnir hér nemendum rækju. Ljósm. glh.

Sýndi börnum í Borgarnesi djúpsjávarfiska

Nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu nýverið skemmtilega heimsókn frá Einari Árna Pálssyni, en hann starfar stóran hluta af árinu á frystitogara, mánuð í senn. Einar kom með fjölbreytt úrval af djúpsjávarfiskum, skelfiski og krabbadýrum fyrir krakkana að skoða. Þarna voru m.a. krossfiskar, rottufiskur, sæköngulær og lúsífer ásamt fleiri fiskum sem koma í veiðarfæri togarans sem meðafli.

Flestum þótti þetta afar áhugavert og stóðust ekki freistinguna að pota í slímugt yfirborðið á sumum furðufiskunum. Aðrir létu sér nægja að skoða úr fjarlægð og sumir tóku fyrir nefið svo að örugglega engin fiskifýla kæmist þar í gegn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mærin helga tignuð með tónverkum

Dagskrá tileinkuð Maríu Guðsmóður í Staðastaðarkirkju Tónlistardagskrá samtvinnuð lestrum úr helgum ritum skapa Máríudægur, helgistund tileinkaða Maríu Guðsmóður sem fram... Lesa meira

Geitungur að borða borða

„Nei, sko, þarna er geitungur að borða,“ skrifaði spaugarinn Einar Steinþór Traustason vélamaður á Facebook síðu sína. Hann var nýlega,... Lesa meira