adsendar-greinar

Sveinbjörn og Lárus í forystu

Töluverðar sviptingar voru á fyrsta kvöldi aðaltvímennings Bridgefélags Borgarfjarðar sem spilað var á mánudagskvöld. Mótinu verður framhaldið næstu þrjú mánudagskvöld. Sextán pör eru skráð til leiks. Eftir þetta fyrsta kvöld í keppninni leiða Sveinbjörn og Lárus með 66,7% skori og hafa töluvert forskot á næsta par sem eru Kolhreppingarnir Gísli og Ólafur með 60,4%. Í næstu sætum eru svo Rúnar og Guðjón úr Borgarnesi, bændurnir Jón og Baldur í fjórða og Anna Heiða og Ingimundur í fimmta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir