adsendar-greinar Mannlíf
Komið með dósirnar í endurvinnslu.

Styrktu Einstök börn með ágóða dósasöfnunar

Á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi hafa elstu krakkarnir verið duglegir í vetur að tína rusl og gera fínt í bænum sínum. Samhliða ruslatínslunni hafa börnin safnað dósum og voru komin með nokkuð safn af þeim. Á fimmtudaginn í síðustu viku fóru þrír elstu árgangar leikskólans í Brákargöngu, sem er farin annað hvert ár. Þau gengu frá Uglukletti að Brákarsundi og komu við á söguslóðum Egilssögu þar sem voru leiknir eða lesnir þættir úr sögunni. „Að þessu sinni nýttu elstu krakkarnir tækifærið og tóku með sér flöskurnar og dósirnar sem þau höfðu safnað. Þau voru auðvitað búin að flokka þær og telja. Við fórum með þær í Ölduna og fengum pening fyrir, sem við gáfum svo til félags Einstakra barna,“ segir Heiðrún Harpa Marteinsdóttir leikskólakennari á Uglukletti í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira