adsendar-greinar
Heiðrún Bjarnadóttir Back og Michael Back sögðu skilið við stórborgarlífið í Kaupmannahöfn og fluttu í Borgarnes. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra tvö, Hekla Isabel og Örn Elías.

Sögðu skilið við stórborgarlífið og fluttu í Borgarnes

Blaðamaður Skessuhorns fékk hlýjar móttökur í heimsókn hjá Heiðrúnu Bjarnadóttur Back í Borgarnesi fyrir helgina. Síðastliðið sumar flutti Heiðrún í Borgarnes frá Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum Michael Back og tveimur börnum þeirra, Heklu Isabel sem er fimm ára og Erni Elíasi sem er á þriðja aldursári. Heiðrún er fædd og uppalin í Borgarnesi, dóttir hjónanna Margrétar Grétarsdóttur og Bjarna Guðjónssonar. Hún flutti frá Borgarnesi til Akureyrar þegar hún hóf nám í menntaskólanum þar. Síðan fór hún til Guatemala, bjó um tíma í Englandi og flutti loks til Danmerkur þar sem hún bjó síðustu ellefu ár, með viðkomu í Kína. Michael og Heiðrún voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, höfðu byggt sér fallegt hús í friðsælu hverfi og fjölskyldan öll þreifst vel í leik og starfi þegar Heiðrún rakst á bók sem átti eftir að breyta öllu. Til dæmis því að nú eru þau flutt í Borgarnes, búin að koma sér þar fyrir og hefja störf. Sjá Skessuhorn vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Julehilsen fra Närpes

Bästa vänner i våra nordiska vänorter! Vi har nu en månad kvar till jul, men redan för en vecka sedan... Lesa meira

Tekur Hótel Hafnarfjall á leigu

Sú breyting hefur orðið á rekstri Hótels Hafnarfjalls í Hafnarskógi að Steinþór Árnason veitingamaður hefur tekið rekstur hótelsins á leigu.... Lesa meira

Sveinbjörn og Lárus í forystu

Töluverðar sviptingar voru á fyrsta kvöldi aðaltvímennings Bridgefélags Borgarfjarðar sem spilað var á mánudagskvöld. Mótinu verður framhaldið næstu þrjú mánudagskvöld.... Lesa meira