adsendar-greinar Tækni og vísindi
Aron Ingi Guðmundsson ritstjóri ÚR VÖR og Julie Gasiglia, hönnuður.

Skrifa um menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni

Vefritið ÚR VÖR er rólegur fjölmiðill sem fjallar um listir, menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni. Vefritinu var ýtt úr vör 15. mars 2019 og hafa síðan birst yfir 180 greinar og viðtökurnar verið mjög góðar. Tíu lausapennar skrifa fyrir vefritið auk ritstjóra og er meirihluti efnisins á íslensku en nýlega bættust tveir erlendir lausapennar við hópinn og birtist efni á ensku eftir þá reglulega. Að baki vefritinu stendur sex manna ritstjórn og eru meðlimir hennar allir með tengsl við Vestfirði. Viðmælendur, lesendur sem og aðrir eru sammála því að mikil þörf sé á fjölmiðli sem þessum. Þessar viðtökur eru hvetjandi og er markmiðið að halda áfram að miðla efni af landsbyggðinni.

En til þess að vel verði er nauðsynlegt að fá vind í seglin. Nú á vordögum var sett af stað áskriftarsöfnun, þar sem fólk getur gerst áskrifandi að vefritinu frá rúmum 1.000 krónum á mánuði, sem er gjöf en ekki gjald! Vonast er til að þessi leið geri það að verkum að vefritið muni lifa og dafna um ókomna tíð.

Stuðningur almennings er mjög mikilvægur til að halda vefritinu á lífi og tryggja útgáfuna. Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að slást í hóp áskrifanda og styrki þar með umfjöllun af landsbyggðinni, sem er oft af skornum skammti. ÚR VÖR er vettvangur sem sameinar, styrkir og færir fólk nær hvort öðru. Hægt er að læra margt af hvort öðru í staðinn fyrir að vera sífellt að reyna að finna upp hjólið í sitt hvorum landshlutanum. Lífið á landsbyggðinni er ólíkt borgarlífinu, erfiðar aðstæður og ýmsar áskoranir eru fyrir hendi og þar felst einmitt styrkurinn. Hvernig leyst er úr málunum eflir fólk og gefur lífinu lit. ÚR VÖR vill sýna hvernig fólk lifir lífi sínu á litlu stöðunum sem skipta svo miklu máli.

Áskriftarsöfnunin mun vara áfram þar til markmiðinu er náð, en í þessum töluðu orðum hefur safnast 20% af markmiði áskriftarleiðarinnar sem verður að teljast góð byrjun, en betur má ef duga skal!

Hér er hlekkur á vefritið sjálft – www.urvor.is

Og hér er svo hlekkur á áskriftarsöfnunina – https://www.karolinafund.com/project/view/2818

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eva Laufey til Hagkaupa

Skagakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaupa. Eva Laufey er viðskiptafræðingur að mennt og hefur... Lesa meira

Einhverfa er allskonar

Samtökin Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hafa ákveðið að leggja bláa litnum og taka upp nafnið Einstakur apríl.... Lesa meira