adsendar-greinar Mannlíf

Skáru niður skötu til kæsingar

Félagar í Lionsklúbbi Ólafsvíkur hittust nýverið. Ekki til fundahalds enda hefur það ekki verið leyfilegt sökum sóttvarnaráðstafanna og takmarkana en þeir hafa þó náð að hafa einn Zoomfund sem gekk vel. Hittust þeir til að skera niður skötu fyrir kæsingu. Því miður munu þeir ekki geta haldið árlegt skötukvöld sitt að þessu sinni vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Ekki er um mikið magn að ræða en þegar skatan verður tilbúin verður hún seld sem hluti af fjáröflun klúbbsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir