bláberja, blender, búst, hollt, næringarríkt, and nutribullet Uppskriftir

Saðsamt bláberjabúst

Eflaust kannast margir lesendur Skessuhorns við að á sumrin sé minni tíma varið í að elda miklar máltíðir. Þess í stað eltum við góða veðrið, kíkjum í sund, förum út að leika okkur eða í bíltúr um bæinn. Sumarið er stutt og við eigum að njóta þess á meðan því stendur, og þá sérstaklega þegar sú gula lætur sjá sig. Alltaf þurfum við þó á næringu að halda og þá er gott að geta hent í eitthvað fljótlegt, næringarríkt og gott.

Þessi bláberja- og vanillubúst er einstaklega bragðgóður og saðsamur.

Uppskrift:

2x frosnir bananar
1 bolli frosin bláber
2 msk hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
2 bollar möndlu- eða kókosmjólk

Allt í blender eða NutriBullet.

1-2 msk af hnetusmjöri

1 tsk af vanilludropum

Allt sett í blender eða NutriBullet

Einfaldara og þægilegra verður það ekki!

 

Verði ykkur að góðu!

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bland í poka pokinn tæmdur

Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Tinna Royal var bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Hún var að ljúka sýningu... Lesa meira

Hvaðan kemur Regnbogafáninn?

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á... Lesa meira