bláberja, blender, búst, hollt, næringarríkt, and nutribullet Uppskriftir

Saðsamt bláberjabúst

Eflaust kannast margir lesendur Skessuhorns við að á sumrin sé minni tíma varið í að elda miklar máltíðir. Þess í stað eltum við góða veðrið, kíkjum í sund, förum út að leika okkur eða í bíltúr um bæinn. Sumarið er stutt og við eigum að njóta þess á meðan því stendur, og þá sérstaklega þegar sú gula lætur sjá sig. Alltaf þurfum við þó á næringu að halda og þá er gott að geta hent í eitthvað fljótlegt, næringarríkt og gott.

Þessi bláberja- og vanillubúst er einstaklega bragðgóður og saðsamur.

Uppskrift:

2x frosnir bananar
1 bolli frosin bláber
2 msk hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
2 bollar möndlu- eða kókosmjólk

Allt í blender eða NutriBullet.

1-2 msk af hnetusmjöri

1 tsk af vanilludropum

Allt sett í blender eða NutriBullet

Einfaldara og þægilegra verður það ekki!

 

Verði ykkur að góðu!

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni... Lesa meira