adsendar-greinar
Skessuhorn á færibandi.

Ritstjóri Skessuhorns viðmælandi í útvarpsþættinum Segðu mér

Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns var viðmælandi Sigurlaugar M. Jónasdóttur í útvarpsþættinum Segðu mér þann 4. maí síðastliðinn en þátturinn var endurfluttur á Rás 1 í gær, 9. ágúst.

Í viðtalinu segir Magnús frá ákvörðun sinni að stofna Fréttablaðið Skessuhorn með félaga sínum Gísla Einarssyni árið 1998. Skessuhorn hefur komið út sleitulaust í prenti síðan þá og vefurinn skessuhorn.is var stofnaður strax í kjölfarið. Magnús segir einnig frá uppvaxtarárum sínum í Reykholtsdal í Borgarfirði, vegi sínum til mennta og þar fram eftir götunum.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni á þessari slóð:  https://www.ruv.is/utvarp/spila/segdu-mer/24558/7hqbki

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir