Regnbogaþorp í Indónesíu

Kapmung Pelangi er lítið þorp í Indónesíu sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ástæðan er sú að bæjarstjórnin ákvað að fjárfesta fyrir rúmlega 22 þúsund Bandaríkjadali og mála 232 hús í fátækrahverfi bæjarins, sem voru orðin niðurnídd og illa farin. Það var Slamet Widodo, 54 ára gamall skólastjóri, sem fékk hugmyndina að láta mála húsin í öllum regnbogans litum og útkoman er engu lík. Nú er búið að breyta í það minnsta 232 heimilum í sannkölluð listaverk og er ásýnd þorpsins gjörólík því sem áður var. Breytingin hefur vakið athygli ferðamanna, sem hafa flykkst til þorpsins í vaxandi mæli. Fjárfestingin við málningarvinnuna hefur borgað sig fyrir bæjarfélagið, enda er nú meira að gera á veitingastöðum og í verslunum þorpsins en nokkru sinni áður. Bæjarstjórnin hefur því ákveðið að mála enn fleiri hús í þorpinu og mun auk þess standa fyrir því að láta hreinsa ánna sem rennur í gegnum þorpið.

Sjón er sögu ríkari, hér má sjá fleiri myndir frá litríka þorpinu.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Love Island sýndir á itv2

Love Island eru þættir sem eru í gangi á sjónvarpsstöðinni itv2 í Bretlandi og njóta gríðarlegra vinsælda. Í þáttunum biður... Lesa meira

HM stemning á Teigaseli

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í gær. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda leikur Ísland þar... Lesa meira

Kajak sendir frá sér HM lag

Skagapiltarnir í hljómsveitinni Kajak hafa sent frá sér nýtt íslenskt stuðningslag fyrir HM í knattspyrnu. „Fyrir rúmri viku síðan vorum... Lesa meira

Israel sigraði í Eurovisjon

Ísrael bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í gær í Portúgal. Það var söngkonan Netta... Lesa meira