adsendar-greinar
Ljósm. Reykjavíkurborg.

Pálmatré í Laugardalnum

Búið er að gróðursetja fimm pálmatré í Laugardalnum í góðu skjóli við Sunnuveg í Reykjavík þar sem fylgst verður með því hvernig þau pluma sig næsta vetur. Garðyrkjufræðingarnir Guðlaug Guðjónsdóttir og Hannes Þór Hafsteinsson áttu frumkvæðið að þessari tilraun og hafa umsjón með nýju plöntunum.

Markmiðið með tilrauninni er að kanna hvernig þessar plöntur dafna í íslenskri veðráttu en plönturnar fimm eru af sérstöku yrki frá Himalayafjöllum í Asíu. Ennfremur er tilgangur tilraunarinnar að auka við flóruna og prófa sig áfram með aukinni fjölbreytni í gróðri í borgarlandinu. Búið verður vel um plönturnar þegar kólna fer.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Litið yfir liðið ár

Ragnheiður Þorgrímsdóttir ritar: Árið 2020 gekk í garð á fremur hefðbundinn hátt. Þannig hagar til á mínum bæ að ljósagangur... Lesa meira