
Veröld
Veröld – Safn


Það er og verður þannig að alltaf mun finnast fólk sem tilbúið er til að synda á móti straumnum, varpa fram skoðunum sem eru í mótsögn við þorra almennings. Við þekkjum til dæmis fólk sem á kaffistofunni er alltaf tilbúið að tala máli þeirra stjórnmálamanna sem eru í ónáð hverju sinni. Æsa þannig upp umræðuna.…Lesa meira


Sumir fundir eru eins og gefur að skilja áhugaverðari en aðrir. Að vísu er smekkur fólks misjafn og hagsmunir sömuleiðis. Allavega fór ég í liðinni viku á upplýsingafund sem samtökin Sól til framtíðar buðu til á Hvanneyri. Þar var til umræðu eftirspurn eftir að setja upp vindorkuver í Borgarfirði. Frummælendur voru að sjálfsögðu giska einsleitur…Lesa meira

Laugardaginn 30. ágúst verður haldið árlegt smalaþon. Ræst verður í hlaupið frá Háafelli í Skorradal og endað á Snartarstöðum í Lundarreykjadal. „Í boði verður Utanvega- hlaup og labb í ýmsum vegalengdum og erfiðleikastigum. Lagt verður af stað frá Háafelli um 10-11 leytið, og ef ekki allt fer í skrúfuna er heimkoma áætluð um kl. 16.…Lesa meira


Að vera óskipulagður getur komið manni í koll. Þegar ég settist niður við leiðaraskrif að þessu sinni var einungis korter þar til umbrotsmaðurinn væri búinn með sína vinnu, yfirlesarinn fyrir löngu búinn að lesa hvern stafkrók yfir og næsta skref að senda blaðið í gegnum símalínurnar í prentun. Já, ég var ekki búinn að skrifa…Lesa meira

„Ég skrapp með æskuvini af Skaganum, Hlöðveri Tómassyni, upp á Arnarvatnsheiði í blíðunni,“ segir Halli Melló síðastliðinn þriðjudag og bætti við: „Við vorum við veiðar frá klukkan tíu og fram eftir degi. Fengum í soðið og vel það, fallega urriða og bleikjur. Alltaf gaman að kíkja á heiðina; fiskurinn, fjöllin og fuglalífið allt upp á…Lesa meira


Umræða um lítið, mikið eða mjög mikið samstarf við aðrar Evrópuþjóðir hefur reglulega skotið upp kollinum undanfarna þrjá til fjóra áratugi. Frá 1994 hefur í gegnum EES-samninginn Ísland, Liechtenstein og Noregur fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að löndin þurfi að gerast fullir meðlimir í sambandinu. Í þeim samningi felst Fjórfrelsið svokallaða sem…Lesa meira