
Við skólaslit í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar nýverið nýttu nemendur og starfsfólk skólans tækifærið og kölluðu Guðmund Hallgrímsson fyrrum ráðsmann til sín. Vildu þau sýna honum þakklætisvott. Guðmundur hafði nefnilega nýverið sett upp nýmóðins og einkar glæsilegt boltahús á skólalóðinni. Í frétt frá skólanum segir að Guðmundur hafi fregnað að skólinn væri í vandræðum með geymslu…Lesa meira






