Veröld

Veröld – Safn

true

Opna vefsíðu með fyrir eldra fólk

Síðastliðinn föstudag var opnuð ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa. Hún heitir Aldur er bara tala og er vefslóðin aldur.is. Markmið síðunnar er að gefa eldri aldurshópum tækifæri til að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf um mál er þá varða hvar sem þeir eru búsettir á landinu en mikil fjölgun er í hópi þeirra eldri…Lesa meira

true

„Alltaf blundað í mér löngun til að skrifa“

„Það hefur alltaf blundað í mér löngun til þess að skrifa. Ég gekk nokkuð lengi með hugmyndina að þessari bók. Ég hófst handa fyrir u.þ.b. tveimur árum og lauk verkinu að mestu á u.þ.b. níu mánuðum. Síðan tók við föndur og smámunasemi þar til mér fannst hún hæf til útgáfu,” segir Skagamaðurinn Gunnar Krismannsson, sem…Lesa meira

true

Hestar eru ný myndskreytt bók um þarfasta þjóninn

Út er komin bókin Hestar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. „Íslenski hesturinn hefur þolað margt í þúsund ára þjónustuhlutverki við kaldlynda þjóð í köldu landi. Hann hefur troðið vegalaust hraunið, strokið milli landshluta, hrakist á útigangi, drukknað í jökulfljótum og jafnvel gengið aftur. Hér stígur þarfasti þjónninn fram rétt eins og hann er og…Lesa meira

true

Embla er nýtt app sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsímann

Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum. Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og…Lesa meira

true

Auglýst eftir umsóknum úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar

Úthlutað verður úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar í fyrsta skipti nú fyrir áramót. Af því tilefni óskar stjórn sjóðsins eftir tilnefningum um ungt og efnilegt tónlistarfólk úr Borgarfirði. Gert er ráð fyrir að tónlistarmennirnir séu komnir í framhaldsnám eða sambærilegt nám/tónsköpun. Tilnefningar ásamt sem gleggstum upplýsingum um viðkomandi tónlistarmann sendist á netfangið jomundur@gmail.com fyrir 10. nóvember.…Lesa meira

true

Lykillinn að háum aldri hákarla er að hreyfa sig lítið og vera í kulda

Nýverið birtist vísindagrein um rannsóknir á áhrifum öldrunar á heila u.þ.b. 245 ára gamals hákarls í samanburði við sama ferli í heila manna. Hákarl þessi veiddist í haustralli 2017 djúpt vestur af landinu. Klara Jakobsdóttir sérfræðingur á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar er einn af höfundum greinarinnar. Öldrun hefur ýmis áhrif á frumur í heila manna sem eru…Lesa meira

true

„Velferð þeirra sem búa í Brákarhlíð er í fyrirrúmi“

-segir formaður stjórnar heimilisins „Mín persónulegu kynni af Brákarhlíð, eða Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi eins og það hét þá, voru framan af ekki mikil, enda var ég ungur bóndi þegar heimilið var fyrst opnað og á þeim aldri er maður upptekinn af öðru,“ segir Jón G. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Brákarhlíðar. En elliheimili var honum ekki…Lesa meira

true

Rætt um staðsetningu ríkisstarfa á haustþingi SSV

Staðsetning opinberra starfa á vegum ríkissins var sérstakt þema haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldið var rafrænt síðastliðinn föstudag. Blásið var til pallborðsumræðna um málefnið, en í því sátu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður stýrihóps stjórnarráðs um byggðamál, Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi hjá SSV og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.…Lesa meira

true

Daði og Gagnamagnið í Eurovision á næsta ári

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að velja Daða Frey og Gagnamagnið til að taka þátt í Eurovision-keppninni í Hollandi fyrir Íslands hönd á næsta ári. Daði sigraði Söngvakeppnina hér heima með laginu Think About Things síðastliðinn vetur. Lagið vakti mikla athygli víða um heim og þótti Daði af mörgum líklegur til sigurs í Eurovision-keppninni, sem var síðar…Lesa meira

true

Sagan af kindunum sem fluttar voru til Stóru-Vatnsleysu

Út er komin hjá bókaforlaginu Sæmundi á Selfossi bókin Kindasögur 2. Höfundar eru þeir Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Þeir gefa sig út fyrir að vera áhugamenn um sögur og sauðfé og gáfu í fyrra út bók með sama titli en þessi nýja er sjálfstætt framhald hennar. Það er skoðun höfunda að kindasögur séu…Lesa meira