Auglýst eftir umsóknum úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar

Úthlutað verður úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar í fyrsta skipti nú fyrir áramót. Af því tilefni óskar stjórn sjóðsins eftir tilnefningum um ungt og efnilegt tónlistarfólk úr Borgarfirði. Gert er ráð fyrir að tónlistarmennirnir séu komnir í framhaldsnám eða sambærilegt nám/tónsköpun.

Tilnefningar ásamt sem gleggstum upplýsingum um viðkomandi tónlistarmann sendist á netfangið jomundur@gmail.com fyrir 10. nóvember. Stjórn Minningarsjóðsins skipar jafnframt valnefnd og er áskilinn réttur til að velja hvaða nafn sem er eða hafna öllum.

Þeim sem vilja stykja sjóðinn er bent á söfnunarreikning sjóðsins. Reikn: 326-22-1916 kt: 500119-0980.

Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar var stofnaður 2018. Hlutverk Minningarsjóðsins er að standa við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgarfirði og heiðra á þann hátt minningu Heimis Klemenzsonar.

-fréttatilkynning