Veröld

Veröld – Safn

true

Hin systirin er ný kilja frá MTH

Mth útgáfa á Akranesi gefur út glæpasöguna „Hin systirin“ eftir Mohlin & Nyström í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur. Þetta er önnur bókin í seríu um fyrrum FBI-fulltrúann John Adderley sem starfar hjá rannsóknarlögreglunni í Karlstad í Svíþjóð. Á bókarkápu segir: „Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skapað…Lesa meira

true

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni sem nefnist Saman á Skaga. Markmið þess er að auka félagslega virkni fatlaðs fólks og horft er til hóps 18 ára og eldri. Tildrög þess að verkefninu var ýtt úr vör var heimsfaraldur Covid-19. Veiran…Lesa meira

true

Gull, silfur og brons til Íslands fyrir vel lukkaða markaðsherferð

Markaðsaðgerðir á vegum verkefnisins Ísland saman í sókn hafa fengið fjölmörg verðlaun á alþjóðlegum verðlaunahátíðum markaðs- og auglýsingafólks að undanförnu. Alls hafa herferðir á vegum verkefnisins hlotið 39 alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar, þar af 16 gullverðlaun, frá því verkefnið hóf aðgerðir í byrjun sumars 2020. Í síðustu viku vann herferðin Icelandverse til þriggja verðlauna á…Lesa meira

true

Gætum að matvælaöryggi og tryggjum fæðuöryggi!

Síðustu misseri hafa hugtökin „fæðuöryggi“ og „matvælaöryggi“ verið mikið notuð í umræðunni enda hafa bæði sterkari skírskotun til stjórnvalda og almennings vegna breyttrar heimsmyndar. Matvælaráðuneytið vekur athygli á því að þótt hugtökin séu keimlík hafi þau sitthvora þýðinguna, en eðlilega vill stundum bregða svo við að þeim er ruglað saman. Skilgreiningarnar á hugtökunum eru þessar:…Lesa meira

true

Írskt og íslenskt þema í sýningu írskra myndlistarkvenna

Föstudaginn 1. júlí nk. kl. 16 verður opnuð sýningin „Ireland to Iceland: Over Water“ í Akranesvita á Akranesi. Þar sýna írsku listamennirnir Roisín O´Shea og Patricia Dolan vatnslitamyndir sem tengjast Íslandi og Írlandi. Við opnun sýningarinnar mun Valgerður Jónsdóttir flytja nokkur lög. Verk Roisin á þessari sýningu eru unnin eftir heimsókn hennar í Akranesvita 2018…Lesa meira

true

Harmonikkan mun gleðja í Stykkishólmi um næstu mánaðamót

Dagana 1. og 2. júlí næstkomandi er allt gistirými upppantað í Stykkishólmi og tjaldstæðið líka, svo og flestir túnblettir. Um fjögur hundruð manns munu mæta á svæðið og tónlist óma í eyrum. Ástæðan er Landsmót harmonikuunnenda sem haldið verður á staðnum. Það verður helgað minningu Hafsteins Sigurðssonar harmonikkuleikara og tónlistarkennara í Stykkishólmi sem lést fyrir…Lesa meira

true

Barnafólkið sérstaklega ánægt á Bifröst

Þorvaldur Hjaltason er annar tveggja verkefnastjóra í málefnum flóttamanna hjá Borgarbyggð. Blaðamaður spjallaði við hann í síðustu viku þegar börnum og fullorðnu flóttafólki á Bifröst voru afhent reiðhjól. Þorvaldur sem hefur sjálfur búið á Bifröst og alið þar upp barn og segist þekkja umhverfið vel. Hann upplifir mikið þakklæti og ánægju frá úkraínska fólkinu sem…Lesa meira

true

Létu pússa sig saman við Efri-Johnson

Þorgerður Ólafsdóttir frá Sámsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði gekk í það heilaga með sínum heittelskaða Bjarna Brynjólfssyni í síðustu viku. Þau fóru óhefðbundnar leiðir þegar velja átti stað fyrir giftinguna, en þau ákváðu að gifta sig við Kjarará, efsta hluta Þverár í Borgarfirði. Ekki er vitað til þess að gifting hafi áður átt sér stað…Lesa meira

true

Torfi F gefur út plötu

Þórarinn Torfi Finnbogason gaf út nýverið út plötu en hann er 45 ára fjölskyldufaðir frá Hvanneyri. Platan heitir Snjóarumvor og er hún komin út á Spotify, Youtube og Bandcamp. Þórarinn segir plötuna vera fjölbreytta en á henni má finna pop, funk, boogie og eitthvað skrítið eins og hann segir sjálfur. Hann semur sjálfur lög og…Lesa meira

true

Rafhlaupahjól með litíum rafhlöðum geta reynst hættuleg

Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar bendir á að töluvert hafi verið um að kviknað hafi í litíum rafhlöðum sem meðal annars eru orkugjafinn í rafhlaupahjólum barna og fullorðinna. Hafa orðið nokkrir brunar í og við híbýli fólks á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. „Þessar rafhlöður er einnig að finna í mörgum smærri raftækjum. Þessar rafhlöður hreinlega springa…Lesa meira