Elísabet og Friðjón glöddu starfsfólk Skessuhorns með harmonikkuleik. Ljósm. gj.

Harmonikkan mun gleðja í Stykkishólmi um næstu mánaðamót

Dagana 1. og 2. júlí næstkomandi er allt gistirými upppantað í Stykkishólmi og tjaldstæðið líka, svo og flestir túnblettir. Um fjögur hundruð manns munu mæta á svæðið og tónlist óma í eyrum. Ástæðan er Landsmót harmonikuunnenda sem haldið verður á staðnum. Það verður helgað minningu Hafsteins Sigurðssonar harmonikkuleikara og tónlistarkennara í Stykkishólmi sem lést fyrir aldur fram árið 2012.

Vestlendingar koma að skipulaginu

Eins og heitið ber með sér koma harmonikkufélög af öllu landinu saman í Hólminum þessa helgi. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík annast skipulagið og núverandi og fráfarandi formaður þess komu á skrifstofu Skessuhorns til að upplýsa blaðamann um hátíðina sem framundan er. Friðjón Hallgrímsson er nýkjörinn formaður félagsins og Elísabet H. Einarsdóttir er nýbúin að láta af því embætti. Svo vill til að Friðjón er ættaður af Hellissandi og hún er frá Akranesi svo þau hafa bæði sterk tengsl við Vesturland. Elísabet byrjaði snemma að spila á harmonikku og hefur menntað sig talvert í því en Friðjón er sjálflærður og fór ekki að spila fyrr en um þrítugt. Bæði spila þau mikið í dag sér til yndis og ánægju og elska tónlistina. Þau gera heldur ekki lítið úr vægi félagsskaparins sem þessu tengist.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.