Veröld

Veröld – Safn

true

Vilja kveikja áhuga nemenda á hreyfingu

Nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stendur nú til boða að taka áfanga í floti og sjósundi en skólinn er fyrsti framhaldsskóli landsins að bjóða upp á slíkan áfanga. „Flot í þyngdarleysi í heitri sundlaug er einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál. Flot skapar aðstæður fyrir djúpslökun og getur m.a. minnkað…Lesa meira

true

Litið yfir liðið ár

Ragnheiður Þorgrímsdóttir ritar: Árið 2020 gekk í garð á fremur hefðbundinn hátt. Þannig hagar til á mínum bæ að ljósagangur í höfuðborginni sést vel og hávaði heyrist líka nema rok sé. Þar sem hrossin geta orðið hrædd við lætin voru þau tekin inn, útvarpið hátt stillt og ljósin kveikt. Hundurinn Lappi fékk að kúra í…Lesa meira

true

Afmælis handritanna heim verður minnst í vor

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um átta milljónir króna vegna heimkomuafmælis handritanna. 50 ár eru senn liðin frá því fyrstu handritunum var skilað til Íslands frá Danmörku en 21. apríl 1971 lagði herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavík með Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók í…Lesa meira

true

Seinka upphafi skóladags í Borgarnesi

Nú á vorönn voru gerðar breytingar á stundatöflu og kennslufyrirkomulagi í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í stað þess að hafa tvær 40 mínútna kennslustundir samliggjandi verður ein klukkustundar kennslustund og tvisvar í viku fara nemendur í vinnustofur. Við þessar breytingar opnaðist möguleiki á að hefja kennslu seinna að deginum eða klukkan níu. Um er að…Lesa meira

true

Meira en tvöföldun á lönduðum afla í janúar

Það hefur verið líf og fjör á höfninni í Grundarfirði að undanförnu og mikið álag á starfsmönnum. Í janúar í fyrra komu um það bil níu hundruð tonn á land í Grundarfirði en nú þegar janúarmánuður er að verða búinn stefnir í að landaður afli nái tvö þúsund tonnum sem er rúmlega helmingi meira en…Lesa meira

true

Hefur metnað fyrir því að ná lengra á sínum ferli

„Það má segja segja að það hafi verið mikil viðbrigði að fara úr 16 stiga frosti í Moskvu og í um 20 stiga hita hér á Spáni,“ segir Arnór Sigurðsson knattspyrnumaður í spjalli við fréttaritara Skessuhorns. Arnór dvelur nú í æfingabúðum við Alecante á Spáni ásamt liðsfélögum sínum í CSKA Moskvu. Skagamaðurinn ungi hefur verið…Lesa meira

true

Fjáröflunarátak hafið fyrir Kraft

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, er með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð sem stendur til 4. febrúar næstkomandi. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á. Seldar verða húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess styrkja aflað fyrir félagið. „Um 70 ungir einstaklingar greinast með…Lesa meira

true

43 milljónir í styrki til menningar og nýsköpunar

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fór nýverið fram, að þessu sinni með rafrænum hætti. Sent var út í streymi frá Breiðinni á Akranesi. Búið var að afhenda viðurkenningarskjöl og var myndum af styrkþegum deilt í útsendingunni. Þetta er í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en með umsjón hans fara Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. 122 umsóknir…Lesa meira

true

Myndasyrpa – Vertíðarstemning í höfnum Snæfellsbæjar

Vertíðin er komin á fullt þessa dagana og afli báta að aukast í öll veiðarfæri. Mikið líf er því að færast í kringum hafnir Snæfellsbæjar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar nýverið en þá var verið að landa úr nokkrum bátum og skipum; ágætum afla. Fiskverð er ennþá gott, en hefur þó aðeins dalað frá…Lesa meira

true

Vistheimtarverkefni í vegkanti

Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla hafði samband við Landgræðsluna snemma á liðnu ári og óskaði eftir ráðgjöf í skólaverkefni um uppgræðslu vegkants við skólann. Verkefnið er hluti af Grænfánastarfi skólans og var komið að því að kynna sér og reyna vistheimt. Iðunn Hauksdóttir, héraðsfulltrúi Vesturlands hjá Landgræðslunni, brást fljótt við og eftir gott spjall við kennara…Lesa meira