Veröld

Veröld – Safn

true

43 milljónir í styrki til menningar og nýsköpunar

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fór nýverið fram, að þessu sinni með rafrænum hætti. Sent var út í streymi frá Breiðinni á Akranesi. Búið var að afhenda viðurkenningarskjöl og var myndum af styrkþegum deilt í útsendingunni. Þetta er í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en með umsjón hans fara Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. 122 umsóknir…Lesa meira

true

Myndasyrpa – Vertíðarstemning í höfnum Snæfellsbæjar

Vertíðin er komin á fullt þessa dagana og afli báta að aukast í öll veiðarfæri. Mikið líf er því að færast í kringum hafnir Snæfellsbæjar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar nýverið en þá var verið að landa úr nokkrum bátum og skipum; ágætum afla. Fiskverð er ennþá gott, en hefur þó aðeins dalað frá…Lesa meira

true

Vistheimtarverkefni í vegkanti

Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla hafði samband við Landgræðsluna snemma á liðnu ári og óskaði eftir ráðgjöf í skólaverkefni um uppgræðslu vegkants við skólann. Verkefnið er hluti af Grænfánastarfi skólans og var komið að því að kynna sér og reyna vistheimt. Iðunn Hauksdóttir, héraðsfulltrúi Vesturlands hjá Landgræðslunni, brást fljótt við og eftir gott spjall við kennara…Lesa meira

true

Dreymir um að opna stofu og leiðbeina í kynfræðslu

Sóley Birna Baldursdóttir stefnir á að ljúka námi í kynfræði við Háskóla Íslands. Nám í kynfræði byggir á þeirri grundvallarforsendu að mikilvægt sé að vinna að kynheilbrigði í öllum nútíma samfélögum. Á þetta hefur skort í íslensku samfélagi og er markmið náms í kynfræði að bæta þar úr og efla þekkingu og skilning á manneskjunni…Lesa meira

true

Hlöðver Már var dúx FVA

Hlöðver Már Pétursson var dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands með lokaeinkunnina 9,41 við útskrift skömmu fyrir jól. Hann útskrifaðist úr rafvirkjun með viðbótarnám til stúdentsprófs. Hlöðvar Már hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í iðnnámi, framúrskarandi árangur í sérgreinum rafiðngreina, fyrir ágætan árangur í íslensku, fyrir framúrskarandi námsárangur og fyrir framúrskarandi árangur í bæði bók- og verknámi. Spurður…Lesa meira

true

„Það á ekki að bitna á umhverfinu að við séum í rekstri“

Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi hefur undanfarið tekið þátt í athygliverðu samstarfi með samtökum blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum. Samstarfið felst í flokkun á öllu sorpi fyrirtækjanna auk þess sem skoðaðir eru möguleikar á að nýta eða endurnýta afgangs málma; afklippur sem falla til á verkstæðunum. Í samtali við Skessuhorn sagði Sævar Jónsson eigandi blikksmiðjunnar: „Af hverju erum…Lesa meira

true

Aðventan – tími vonarinnar

Kæru lesendur! Senn líður að lokum þessa árs, 2020. Það er gjarnan í mörg horn að líta þegar horft er um öxl. Sumt fellur í gleymsku á meðan annað er þess eðlis að erfitt er að líta framhjá því. Það hefur sannarlega margt á daga okkar drifið undanfarið ár vegna heimsfaraldursins sem ekki hefur farið…Lesa meira

true

Búið að vera ævintýri líkast

„Þetta er búið að vera ævintýri líkast eftir að ég kom til IFK Norrköping árið 2018. Bæði það að mér hefur gengið vel með liðinu og vegnað vel með landsliðum Íslands, bæði með U-21 árs liðinu og svo var auðvitað alveg ógleymanlegt að koma inn á í mínum fyrsta A- landsleik gegn Englendingum á Wembley…Lesa meira

true

Gefur út ljósmyndabók um störf björgunarsveita

Komin er út bókin Shooting Rescue, sem er 160 blaðsíðna ljósmyndabók með sögunum á bakvið myndirnar á íslensku og ensku. „Síðustu tíu árin hef ég verið hirðljósmyndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar og ljósmyndað björgunarsveitir á æfingum og í útköllum. Myndefnið hefur svo verið notað í kynningarstarf fyrir félagið og ekki síður sem innlegg í söguskráningu og heimildavinnu…Lesa meira

true

Um langan veg – stúlkan sem var ættleidd

Út er komin barnabókin Um langan veg eftir Gunnar Bender. Nýfætt stúlkubarn finnst yfirgefið í böggli um nótt fyrir utan barnaheimli í Hunanhéraði í Kína og sagan segir frá því þegar stúlkan hittir nýja foreldra sem taka hana með sér um langan veg til Íslands þar sem hún gengur í skóla og kynnist öðrum krökkum.…Lesa meira