Veröld

Veröld – Safn

true

Sýnir brot úr stóru verki um líf ungrar konu á landsbyggðinni

Ljósmyndarinn Hjördís Halla Eyþórsdóttir hefur sett upp sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hún sýnir hluta af nýju langtímaverki sem ber heitið Silfurbúrið. „Þetta er ekki fullklárað verk en það sýnir part af heildarverkinu sem enn er í vinnslu,“ segir Hjördís en fullklárað verður Silfurbúrið að bókverki. Silfurbúrið er verk sem sýnir frá…Lesa meira

true

„Byggðamál eru mannréttindamál“

Í lok marsmánaðar fór fram prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Reglur flokksins í Norðvesturkjördæmi eru að yfir 100 manns þurfi að taka þátt svo niðurstaðan verði bindandi. Því lágmarki var ekki náð og var því öllum félagsmönnum Pírata á landsvísu boðið að taka þátt. Sigurvegari í kosningunni varð Magnús Davíð Norðdahl með 325 atkvæði. Gunnar Ingiberg…Lesa meira

true

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Sigurvegari kosninganna er Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari og oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi og forseti bæjarstjórnar. Hann hlaut 51 atkvæði af 94, en Gunnar Tryggvason varð næstur með 26 atkvæði. Jónína Björg Magnúsdóttir á Akranesi…Lesa meira

true

Fékk ung brennandi áhuga á pólitík

Nýverið lá ljóst fyrir hvernig röðun efstu manna yrði á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í haust. Framsóknarflokkurinn reið á vaðið og stóð fyrstur stjórnmálaflokkanna fyrir póstkosningu þar sem tæplega 1200 félagsmenn greiddu atkvæði. Síðan hafa línur tekist að skýrast, meðal annars hjá Samfylkingunni og Pírötum hér í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti á lista…Lesa meira

true

Voru sannarlega tilbúin í líf með barni með auka litning

Í dag er alþjóðlegur dagur einstaklinga með Downs-heilkenni „Hann er mikil félagsvera, glaðlyndur, glettinn, jákvæður og mjög harður af sér,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir um Styrkár Gauta Hallgrímsson son sinn. Styrkár er fæddur haustið 2017 og vissu þau Inga Guðrún og Hallgrímur Halldórsson, foreldrar Styrkárs, ekki að hann væri með Downs-heilkenni fyrir fæðingu. Í dag,…Lesa meira

true

Keilufélag Akraness hefur tekið í notkun nýjan búnað

Síðasta haust tók Keilufélag Akraness í notkun nýjar brautir og búnað og er aðstaðan þeirra í dag með besta móti í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. „Þetta er allt annað fyrir okkur. Gömlu vélarnar voru alveg búnar, þær voru alltaf að stoppa eða bila og þá þurfti að fara bakvið og laga. Það var bæði erfitt…Lesa meira

true

Viðburður með hófför í jörðinni, hestalykt í loftinu og stuði fyrir alla

Magnús Benediktsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Vesturlands í hestaíþróttum sem haldið verður í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí í sumar. Maggi er flestum hestamönnum kunnur en hann hefur verið áberandi í hestamennskunni allt frá barnsaldri. Hann starfaði lengi við tamningar og árið 2014 gerðist hann framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Spretts þar sem hann starfaði til ársins…Lesa meira

true

Hefur stundað íþróttir frá barnsaldri

Þrátt fyrir árin telji brátt 83 hjá Þorbergi Þórðarsyni á Akranesi lætur hann hvergi deigan síga þegar þátttaka í íþróttum og útivist er annars vegar. Þorbergur starfaði við húsbyggingar í áratugi en síðari ár hefur hann verið útfararstjóri og tekur enn að sér verkefni á því sviði. Hann æfir reglulega pútt með eldri borgurum í…Lesa meira

true

Ungir listamenn sýna verk í Safnahúsi Borgarfjarðar

Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur nú yfir sýning á verkum sem þeir Lúkas Guðnason og Sigurjón Líndal Benediktsson, í daglegu tali kallaður Jónsi, unnu fyrir hlaðvarpsþáttinn Myrka Ísland. Lúkas og Jónsi eru báðir úr Borgarfirði, fæddir árið 2004. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í Safnahúsið þar sem hann skoðaði sýninguna þeirra og ræddi við listamennina um verkin þeirra…Lesa meira

true

Flutti heim og kennir söng í Stykkishólmi

Sylvía Rún Guðnýjardóttir flutti aftur heim til Grundarfjarðar síðastliðið sumar og kennir nú söng við Tónlistarskólann í Stykkishólmi og stefnir á að bjóða upp á námskeið í Grundarfirði. Sylvía er fædd og uppalin í Grundarfirði en flutti þaðan til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Sylvía hefur alltaf verið syngjandi en fór að…Lesa meira