Veröld

Veröld – Safn

true

Bók um rannsóknaskipið Pourquoi pas?

Rannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst eins og kunnugt er við Straumfjörð á Mýrum 16. september árið 1936. Með skipinu fórst franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Jean-Baptiste Charcot ásamt nærri allri sinni áhöfn en alls fórust 40 manns í slysinu og aðeins einn skipverji komst lífs af. Nú hefur verið gefin út bók um fornleifarannsókn á flaki skipsins…Lesa meira

true

Björgunarsveitin Brák kynnir söfnun vegna húsbyggingar

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi stendur eins og kunnugt er í stórræðum en síðastliðið haust hófst bygging á nýju húsi fyrir starfsemi sveitarinnar að Fitjum 2 í Borgarnesi. Nýja húsið verður um 760 fermetrar að stærð, en þar verður m.a. fundasalur, búningaaðstaða, búnaðargeymsla og tækjasalur. Auk þess verður þar skrifstofa sem hægt verður að nota sem…Lesa meira

true

„Ótrúlega áhugavert að skapa list í nýju og framandi umhverfi“

Þóra Karlsdóttir er listamaður sem er fædd og uppalin á Akureyri. Þegar hún var búin að slíta barnsskónum fyrir norðan ákvað hún að koma á vertíð vestur á Snæfellsnes, varð ástfangin og ílengdist í Grundarfirði. Hún hefur farið víða og marga fjöruna sopið eins og fram kemur í viðtali við hana. Hún er núna flutt…Lesa meira

true

Þjóðahátíð Vesturlands á Youtube að þessu sinni

Félag nýrra Íslendinga var með Þjóðahátíð Vesturlands á rafrænu formi í ár, en undanfarin ár hefur verið komið saman á völdum stað á Vesturlandi og blásið til matar- og danshátíðar. Hátíðin nú var vegna samkomutakmarkana haldin í gegnum Youtube rás Society of New Icelanders. Þar deilir fólk af erlendum uppruna seríu myndbanda þar sem sýnt…Lesa meira

true

Segir spennandi að koma að skipulagningu náms fyrir útlendinga

Leifur Finnbogason umsjónarmaður háskólagáttar á ensku við Háskólann á Bifröst er með BA próf í HHS frá skólanum og stefnir síðar meir á masterspróf í alþjóðasamskiptum. Hann er uppalinn í Hítardal á Mýrum, fæddur 1989 og á tvær yngri systur. Foreldrar hans eru Finnbogi Leifsson bóndi og sveitarstjórnarmaður og Erla Dögg Ármannsdóttir bókari. Hítardalur á…Lesa meira

true

Vilja kveikja áhuga nemenda á hreyfingu

Nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stendur nú til boða að taka áfanga í floti og sjósundi en skólinn er fyrsti framhaldsskóli landsins að bjóða upp á slíkan áfanga. „Flot í þyngdarleysi í heitri sundlaug er einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál. Flot skapar aðstæður fyrir djúpslökun og getur m.a. minnkað…Lesa meira

true

Litið yfir liðið ár

Ragnheiður Þorgrímsdóttir ritar: Árið 2020 gekk í garð á fremur hefðbundinn hátt. Þannig hagar til á mínum bæ að ljósagangur í höfuðborginni sést vel og hávaði heyrist líka nema rok sé. Þar sem hrossin geta orðið hrædd við lætin voru þau tekin inn, útvarpið hátt stillt og ljósin kveikt. Hundurinn Lappi fékk að kúra í…Lesa meira

true

Afmælis handritanna heim verður minnst í vor

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um átta milljónir króna vegna heimkomuafmælis handritanna. 50 ár eru senn liðin frá því fyrstu handritunum var skilað til Íslands frá Danmörku en 21. apríl 1971 lagði herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavík með Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók í…Lesa meira

true

Seinka upphafi skóladags í Borgarnesi

Nú á vorönn voru gerðar breytingar á stundatöflu og kennslufyrirkomulagi í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í stað þess að hafa tvær 40 mínútna kennslustundir samliggjandi verður ein klukkustundar kennslustund og tvisvar í viku fara nemendur í vinnustofur. Við þessar breytingar opnaðist möguleiki á að hefja kennslu seinna að deginum eða klukkan níu. Um er að…Lesa meira

true

Meira en tvöföldun á lönduðum afla í janúar

Það hefur verið líf og fjör á höfninni í Grundarfirði að undanförnu og mikið álag á starfsmönnum. Í janúar í fyrra komu um það bil níu hundruð tonn á land í Grundarfirði en nú þegar janúarmánuður er að verða búinn stefnir í að landaður afli nái tvö þúsund tonnum sem er rúmlega helmingi meira en…Lesa meira