adsendar-greinar Tækni og vísindi

Nýjar hraða- og rauðljósamyndavélar teknar í notkun

Meðfylgjandi mynd er af nýrri hraða- og rauðljósamyndavél sem sett hefur verið upp á Hörgárbraut á Akureyri, á hringveginum í gegnum bæinn. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Umferðaröryggisáætlun er hluti Samgönguáætlunar ríkisins. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin önnuðust uppsetningu og rekstur myndavélanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir