
Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj
Hlutfall erlendra ríkisborgara hefur nær tvöfaldast
Hlutfall erlendra ríkisborgara í Borgarbyggð hefur næstu tvöfaldast á undanförnum árum. Hlutfallið er engu að síður hærra í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns á dögunum hvatti Byggðarráð Borgarbyggðar stjórn Háskólans á Bifröst til þess að breyta um stefnu í útleigu húsnæðis á Bifröst þannig að samfélagið þar verði sjálfbært frá sjónarhóli sveitarfélagsins og jafnframt kom fram sá vilji byggðarráðsins að Bifröst verði ekki einsleit byggð langtímaflóttafólks.