adsendar-greinar Mannlíf

Niðurröðun í Lengjubikarnum 2022 staðfest

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Lengjubikarnum árið 2022. Lengjubikarinn hefur síðustu ár fest sig í sessi sem helsta undirbúningsmót liða fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu. Skessuhorn tekur hér saman það helsta um liðin af Vesturlandi.

Skagamenn leika í A-deild karla og eru með Breiðabliki, Fjölni, KV, Stjörnunni og Þór Akureyri í riðli 2. Fyrsti leikur Skagamanna verður gegn Þór laugardaginn 12. febrúar í Akraneshöllinni, hefst klukkan 14 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fimmti og síðasti leikur ÍA í riðlinum verður svo mánudaginn 14. mars gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ, hefst klukkan 19 og er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Laugardaginn 19. mars verða undanúrslitin spiluð þar sem efstu lið riðlanna fjögurra etja kappi og úrslitaleikurinn í A deild karla er svo áætlaður laugardaginn 2. apríl.

Víkingur Ólafsvík leikur í B deild karla og er með ÍR, Kára, KFS, KH og Víði í riðli 1. Fyrsti leikur riðilsins verður stórleikur Kára og Víkings föstudaginn 18. febrúar í Akraneshöllinni og hefst klukkan 20. Síðasti leikur Víkings í riðlinum er laugardaginn 26. mars á Ólafsvíkurvelli klukkan 14 og síðasti leikur Kára er sunnudaginn 27. mars gegn KFS á Domusnova vellinum í Breiðholti klukkan 14. Undanúrslitin í B deild karla verða laugardaginn 2. apríl og úrslitaleikurinn fimmtudaginn 28. apríl.

Reynir Hellissandi leikur í C deild karla og er með GG, Hvíta riddaranum, Ísbirninum, og Kríu í riðli 3. Fyrsti leikur Reynis í riðlinum er gegn Ísbirninum laugardaginn 5. mars í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 17. Síðasti leikur Reynis er gegn Hvíta riddaranum laugardaginn 2. apríl á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 14.

Skallagrímur leikur einnig í C deild karla og er með Hamri, KÁ, KFB og Stokkseyri í riðli 5. Fyrsti leikur Skallagríms er gegn Hamri sunnudaginn 6. mars í Akraneshöllinni og hefst klukkan 16. Síðasti leikur Skallagríms er gegn KÁ laugardaginn 26. mars á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 21.

Umspil í C deild hefjast laugardaginn 16. apríl, undanúrslitin sunnudaginn 1. maí og úrslitaleikurinn laugardaginn 7. maí.

ÍA leikur í C deild kvenna og er með Einherja, Fram, Hamri, KH og Völsungi í riðli 2. Fyrsti leikur ÍA kvenna er gegn Hamri föstudaginn 4. mars í Akraneshöllinni og hefst klukkan 20. Síðasti leikur ÍA í riðlinum er gegn Einherja laugardaginn 9. apríl í Boganum á Akureyri og hefst klukkan 15. Undanúrslitin hefjast mánudaginn 18. apríl og úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 22. apríl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eva Laufey til Hagkaupa

Skagakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaupa. Eva Laufey er viðskiptafræðingur að mennt og hefur... Lesa meira

Einhverfa er allskonar

Samtökin Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hafa ákveðið að leggja bláa litnum og taka upp nafnið Einstakur apríl.... Lesa meira