adsendar-greinar Mannlíf
Pétur Pétursson og Emir Dokara. Ljósmyndir: Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns.

Myndasyrpa – Vertíðarstemning í höfnum Snæfellsbæjar

Vertíðin er komin á fullt þessa dagana og afli báta að aukast í öll veiðarfæri. Mikið líf er því að færast í kringum hafnir Snæfellsbæjar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar nýverið en þá var verið að landa úr nokkrum bátum og skipum; ágætum afla. Fiskverð er ennþá gott, en hefur þó aðeins dalað frá því þegar það var í hámarki um áramótin.

Sævar Rúnarsson og Sigurður Scheving á Saxhamri SH frá Rifi að landa 14 tonnum af vænum netafiski í heimahöfn.

Gunnar Helgi Baldursson að hífa körin úr Saxhamri SH.

Höskuldur Árnason og Pétur Pétursson að landa í Rifi úr netabátnum Bárði SH sem var með 23 tonn.

Norbert Swiderski löndunarmaður hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar aðstoðar hér Heiðar Magnússon skipstjóra á línubátnum Brynju í Ólafsvík við löndun en Heiðar sagði að aflinn væri um 9 tonn og var um 65% aflans ýsa.

Grzegorz Marcin Lakomski landar aflanum úr Brynju SH.

Norbert Swiderski stillti sér upp við lyftarann í Ólafsvík, en hann starfar hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæjar og sér um að landa úr bátum sem þar leggja upp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira