adsendar-greinar
Sænska poppstjarnan Zara Larsson á tónleikum.

Milljón horft á Zöru syngja í vitanum

Eins og áður hefur verið greint frá var sænska poppstjarnan Zara Larsson á ferð um Vesturland í síðasta mánuði. Ferðaðist hún m.a. um Akranes og Snæfellsnes. Á Akranesi heimsótti hún Akranesvita ásamt móður sinni og fararstjóra, tók lagið og birti myndband af sér að syngja Instagramsíðu sinni, auk þess að deila því á Twitter.

Nú er svo komið að horft hefur verið á myndbandið af Zöru Larsson að syngja í Akranesvita meira en milljón sinnum. Mun þetta vera mest skoðaða myndband sem tekið hefur verið upp í vitanum hingað til, að því er fram kemur á Facebook-síðu vitans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir