Erlent
Kylie Jenner og Tyga

Kylie Jenner hætt með Tyga

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur slitið sambandi við Tyga, kærasta sinn til tveggja ára. Kylie sýndi fylgjendum sínum á Snapchat að hún væri komin í gamla herbergið sitt heima hjá mömmu sinni. Hún sagði að þarna myndi hún líklega vera næstu daga, enda getur verið gott að leita í kunnuglegt umhverfi og öryggi æskuslóða þegar maður gengur í gegn um erfiðleika.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem parið slítur sambandinu og hafa þau alltaf náð að vinna úr sínum málum og tekið saman á ný. Kylie segir þetta þó vera í síðasta skipti og nú séu þau endanlega hætt saman. Tyga heldur því aftur á móti fram að þetta sé bara tímabundið og þau komi til með að vinna úr þessu og taka aftur saman fljótlega.

Kardashian og Jenner systurnar eru vanar að vera í sviðsljósinu svo af hverju ekki að nota Snapchat til spjalla saman? Það er í það minnsta það sem Kylie gerði þegar hún vildi leita huggunar hjá Khloé systir sinni. Þær systur notuðu samskiptamiðilinn til að spjalla saman fyrir framan alla fylgjendur sína. Það hefði þó ekki tekið Khloé nema tvær mínútur að fara yfir til systur sinnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira