Já 360° bílinn myndar um allt land í sumar

Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum Já, í samstarfi við Toyota, taka 360° myndir við helstu kennileiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á Já.is. Um er að ræða umhverfisvænan Toyota Yaris Hybrid bíl. Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í júní en fer síðan um Suðurland, Austurland, Norðurland, Vestfirði og Vesturland í júlí og ágústmánuði. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu Já og á Já.is þar er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sérstakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á Já.is. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum.

Notendur Já, íslenskir sem erlendir, nýta kortavefinn til skoða götumyndir áður en lagt er af stað í ferð um landið. Með aukinni notkun snjallsíma hefur notkun kortavefsins aukist verulega en um 240 þúsund manns nota kortvef Já.is. 360° myndirnar eru opnaðar um 80- 90 þúsund sinnum í hverjum mánuði.

„Þetta er algjört draumastarf, ég fæ tækifæri til að ferðast um allt landið í sumar, skoða helstu náttúruperlurnar og heimsækja afskekkta staði. Verkefnið fléttast einnig skemmtilega saman við mitt helsta áhugamáli sem er ljósmyndun. Það verður hægt að fylgjast með ferðalaginu mínu á Facebook síðu Já en við munum vera dugleg að setja efni þar inn,“  segir Frímann Kjerúlf Björnsson bílstjóri Já-bílsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira