adsendar-greinar Mannlíf

Íslenska málflutningsstofan opnuð á Akranesi

Lögmannsstofan Íslenska málflutningsstofan hefur opnað skrifstofu og útibú að Kirkjubraut 40 á Akranesi. Starfsmenn lögmannsstofunnar eru fimm og hafa þeir víðtæka reynslu af lögfræðistörfum en lögmannsstofan leggur áherslu á þverfaglega starfsemi um land allt.

Guðmundur St. Ragnarsson, lögm. og Guðmundur Sveinn Einarsson, lögfr. hafa haft fasta viðveru á Akranesi síðastliðið ár en nú hafa þrír lögfræðingar bæst í hópinn á Íslensku málflutningsstofunni, en það eru þeir Ólafur V. Thordersen, lögm., Hallgrímur Tómasson, lögfr. og Sigurður Már Gunnarsson, lögfr.

Lögmannsstofan býður upp á margvíslega þjónustu, svo sem í einkamálum, sakamálum, innheimtu slysabóta, fyrirtækjaráðgjöf og löginnheimtu. Nánari upplýsingar um Íslensku málflutningsstofuna má finna á heimasíðu þeirra www.malflutningsstofan.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira