adsendar-greinar Mannlíf
Þessi mynd var tekin fyrir þremur árum í listasafninu í gamla fjósinu á Húsafelli. Páll stendur þarna við nokkur portrettverk af sveitungum og vinum. Meðal annars umrætt málverk af Höskuldi á Hofsstöðum. Ljósm. mm.

Höskuldur á stall með verkum eftir fremstu listamenn sögunnar

Nýverið var breskur listaverkasafnari á ferð hér á landi. Í fórum þessa manns eru verk eftir marga af fremstu listamenn sögunnar, meðal annarra Pabló Picasso, Henri Matisse og Paul Cézanne. Breski safnarinn átti erindi hingað. Hann vildi kaupa verk eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Aðspurður segir Páll í samtali við Skessuhorn að safnarinn hafi skoðað safn hans á Húsafelli og falast eftir nokkrum myndum sem þar eru, en hann vildi þó ekki selja gesti. Niðurstaðan hafi þó orðið sú að hann fékk keypta portrett mynd af Höskuldi Eyjólfssyni á Hofsstöðum, mynd sem Páll málaði fyrir allmörgum árum síðan. „Hann Höskuldur var svo myndrænn að ég hafði málað nokkrar myndir af honum og tímdi því að láta eina þeirra. Það er óneitanlega skemmtilegt að nú er myndin af Höskuldi komin á sömu slóðir og verk eftir einhverja frægustu listamenn sögunnar, ég er náttúrlega bara stoltur af því,“ sagði Páll í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira