adsendar-greinar Mannlíf

Hin systirin er ný kilja frá MTH

Mth útgáfa á Akranesi gefur út glæpasöguna „Hin systirin“ eftir Mohlin & Nyström í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur. Þetta er önnur bókin í seríu um fyrrum FBI-fulltrúann John Adderley sem starfar hjá rannsóknarlögreglunni í Karlstad í Svíþjóð.

Á bókarkápu segir: „Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skapað sér líf sem forritari og er höfundur að vinsælli stefnumótasíðu ásamt Stellu systur sinni. Stella er gullfalleg og er andlit fyrirtækis þeirra systra út á við. Þegar Stella er myrt veit Alicia að lífi hennar er líka stefnt í voða – hún gæti verið næsta fórnarlamb morðingjans.

Fyrrum FBI-fulltrúanum John Adderley er falin rannsókn málsins. Hann býr í Karlstad undir nýju nafni og þarf að glíma við skugga fortíðarinnar. John hyggst yfirgefa Svíþjóð og morðrannsóknin virðist ætla að reynast óvænt tækifæri fyrir hann til að komast undan leigumorðingjunum sem eru á hælum hans.“

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni... Lesa meira