adsendar-greinar Tækni og vísindi

Heimir Fannar ráðinn framkvæmdastjóri hjá Advania

Skagamaðurinn Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Frá 2013 hefur hann starfað hjá Microsoft, lengst af sem forstjóri. Heimir hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Undanfarin tvö ár hefur hann aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Microsoft á Íslandi í sex ár. Advania hefur um árabil boðið upp á viðskiptalausnir Microsoft, bæði Business Central og Dynamics365. Hjá fyrirtækinu starfar fjölmennur hópur Microsoft- sérfræðinga. Heimir tekur við af Einari Þórarinssyni sem hverfur til annarra starfa innan Advania og verður Heimi innan handar fyrst um sinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira

Freyja kjörin nýr formaður SÍNE

Freyja Ingadóttir er nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Freyja var kjörin á sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór laugardaginn... Lesa meira