adsendar-greinar

Hefur metnað fyrir því að ná lengra á sínum ferli

„Það má segja segja að það hafi verið mikil viðbrigði að fara úr 16 stiga frosti í Moskvu og í um 20 stiga hita hér á Spáni,“ segir Arnór Sigurðsson knattspyrnumaður í spjalli við fréttaritara Skessuhorns. Arnór dvelur nú í æfingabúðum við Alecante á Spáni ásamt liðsfélögum sínum í CSKA Moskvu. Skagamaðurinn ungi hefur verið að gera það gott hjá rússneska liðinu að undanförnu. Hann kom þangað frá IFK Norrköping í lok ágúst 2018 en hann hafði þá verið hjá sænska liðinu frá því í mars 2017 en þangað kom hann frá ÍA.

Rætt er við Arnór í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir